Innlent

ASÍ fundar með ríkisstjórn um kjaramál

Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, fer fyrir sínu fólki sem mætir á fund forystumanna ríkisstjórnarinnar.
Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, fer fyrir sínu fólki sem mætir á fund forystumanna ríkisstjórnarinnar. MYND/Valgarður

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands funda með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í dag eða á morgun en endanleg tímasetning fundarins hefur ekki verið ákveðin. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála á vinnumarkaði.

Forystumenn ASÍ hafa sagt að forsendur kjarasaminga séu brostnar og að samningum verði sagt upp að óbreyttu. Forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hefur viku til að komast að niðurstöðu sem kemur í veg fyrir uppsögn kjarasamninga. Takist það ekki getur hvort sem er ASÍ eða Samtök atvinnulífsins sagt upp kjarasamningum til tíunda desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×