Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna á þingi samtakanna sem lauk í dag. Aðrir stjórnarmenn voru einnig endurkjörnir utan þess að Ágúst H. Óskarsson, formaður Verslunarmannafélags Húsavíkur gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Þingfulltrúar samþykktu ályktun þar sem þeir hvöttu atvinnurekendur og stjórnvöld til að ganga að kröfum verkalýðshreyfingarinnar þannig að ekki þyrfti að koma til uppsagnar kjarasamninga.