Sport

Útilokar ekki að snúa aftur til Englands

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn sterki hjá Juventus, Patrick Vieira, segist bera mikla virðingu fyrir Roy Keane hjá Manchester United og útilokar ekki að taka stöðu hans í liðinu í framtíðinni þó hann sé ánægður á toppnum á Ítalíu.

"Roy Keane var kóngurinn á miðjunni hjá besta liði Englands á sínum tíma og yngri menn eins og ég og Steven Gerrard hjá Liverpool litum að sjálfssögðu upp til hans þegar við vorum að stíga okkar fyrstu skref í úrvalsdeildinni," sagði Vieira og sagði umdeilda gagnrýni Keane á lið sitt um daginn hafa átt fullan rétt á sér.

Vieira var einnig spurður hvort hann hefði útilokað að snúa aftur í úrvalsdeildina og þá jafnvel til Manchester United. "Ég er nú orðinn 29 ára gamall og er með fimm ára samning við Juventus, þannig að ég verð nú líklega orðinn of gamall þá, en maður veit aldrei hvað gerist á fimm árum," sagði sá franski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×