Samningar í höfn - eingreiðsla í desember 15. nóvember 2005 18:13 Launþegar fá 26 þúsund króna eingreiðslu strax og 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun eftir rúmt ár, samkvæmt samkomulagi sem náðist nú undir kvöld milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um framhald kjarasamninga. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar verulega, samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt kemur að lausn málsins með því létta á örorkubyrði lífeyrissjóða og fleiri aðgerðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir niðurstöðuna draga úr verðbólgu og auka stöðugleikann. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands mættu nú síðdegis í Ráðherrabústaðinn til fundar við þá fjóra ráðherra sem mynda ríkisfjármálanefnd en þar var ætlunin að slá smiðshöggið á þríhliða samkomulag fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds í því skyni að tryggja áframhald kjarasamninga. Uppsögn þeirra vofði yfir þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór yfir þau mörk sem forsendur kjarasamninga miðuðu við. Samkomulagið gerir ráð fyrir að launþegum verði bætt umframverðbólgan með 26 þúsund króna eingreiðslu strax en síðan 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun 1. janúar 2007. Þá kemur ríkisstjórnin að samkomulagi um hækkun atvinnuleysisbóta þar sem lágmarksbætur fyrstu tíu daga hækka í 96 þúsund krónur. Þá eru atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn tekjutengdar þannig að menn fá í allt að þrjá mánuði 70 prósent at tekjum, þó ekki meira en 170 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún mun koma að samstarfi aðila vinnumarkaðarins og lífeyruissjóða um að leita leiða til að draga úr vaxandi örorkubyrði. Hallór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að allir væru fegnir þar sem óvissa hefði ríkt undanfarið. Hann sagði að samningurinn skipti miklu máli fyrir áframhaldandi stöðugleika og hann sagði ríkisstjórnina hafa lagt mikið á sig til þess að halda þeim stöðugleika og að ná samningunum. Honum fannst örorkumálin vega þyngst í framlagi ríkisstjórnarinnar og sagði að mikilvægt væri að semja reglur um það. Hann sagði ríkisstjórnina eiga eftir að útfæra það nánar og að nefnd færi í málið. Halldór sagði þetta koma til með að draga úr verðbólgu. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Launþegar fá 26 þúsund króna eingreiðslu strax og 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun eftir rúmt ár, samkvæmt samkomulagi sem náðist nú undir kvöld milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um framhald kjarasamninga. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar verulega, samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt kemur að lausn málsins með því létta á örorkubyrði lífeyrissjóða og fleiri aðgerðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir niðurstöðuna draga úr verðbólgu og auka stöðugleikann. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands mættu nú síðdegis í Ráðherrabústaðinn til fundar við þá fjóra ráðherra sem mynda ríkisfjármálanefnd en þar var ætlunin að slá smiðshöggið á þríhliða samkomulag fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds í því skyni að tryggja áframhald kjarasamninga. Uppsögn þeirra vofði yfir þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór yfir þau mörk sem forsendur kjarasamninga miðuðu við. Samkomulagið gerir ráð fyrir að launþegum verði bætt umframverðbólgan með 26 þúsund króna eingreiðslu strax en síðan 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun 1. janúar 2007. Þá kemur ríkisstjórnin að samkomulagi um hækkun atvinnuleysisbóta þar sem lágmarksbætur fyrstu tíu daga hækka í 96 þúsund krónur. Þá eru atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn tekjutengdar þannig að menn fá í allt að þrjá mánuði 70 prósent at tekjum, þó ekki meira en 170 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún mun koma að samstarfi aðila vinnumarkaðarins og lífeyruissjóða um að leita leiða til að draga úr vaxandi örorkubyrði. Hallór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að allir væru fegnir þar sem óvissa hefði ríkt undanfarið. Hann sagði að samningurinn skipti miklu máli fyrir áframhaldandi stöðugleika og hann sagði ríkisstjórnina hafa lagt mikið á sig til þess að halda þeim stöðugleika og að ná samningunum. Honum fannst örorkumálin vega þyngst í framlagi ríkisstjórnarinnar og sagði að mikilvægt væri að semja reglur um það. Hann sagði ríkisstjórnina eiga eftir að útfæra það nánar og að nefnd færi í málið. Halldór sagði þetta koma til með að draga úr verðbólgu.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira