Níu milljónir bak við lás og slá 24. nóvember 2005 11:45 123 eru í íslenskum fangelsum, 118 karlar og fimm konur. Þrettán fangar eru erlendir ríkisborgarar. MYND/Vísir Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá. Föngum hefur fjölgað í þremur af hverjum fjórum ríkjum heims á síðustu árum, þar af í níu af hverjum tíu ríkjum Asíu samkvæmt samantekt King's College háskólans í Lundúnum. Tvö ríki skera sig úr fyrir flesta fanga. Flestir eru í bandarískum fangelsum, rúmar tvær milljónir. Meira en einni og hálfri milljón manna er haldið í kínverskum fangelsum. Næst kemur Rússland með 760 þúsund fanga og Brasilía og Kína með rúmlega 300 þúsund fanga. Bandaríkin eru líka efst á lista yfir þau ríki heims sem eru með hæst hlutfall íbúa sinna á bak við lás og slá. Þar eru 714 í fangelsi á hverja 100 þúsund íbúa en næst koma Bermúda, Hvíta-Rússland og Rússland með 532 og í fimmta sæti er Palaueyja í Kyrrahafi með 523 í fangelsi framreiknað á 100 þúsund íbúa. Á hinum enda töflunnar er svo Búrkína Faso þar sem 23 af hverjum 100 þúsund íbúum eru í fangelsi. Robin Lovitt verður að óbreyttu tekinn af lífi Í Bandaríkjunum næsta miðvikudag og verður þá þúsundasti fanginn til að verða líflátinn síðan dauðarefsing var tekin upp á ný árið 1976. Dauðadómum og dauðarefsingum fækkaði þó á síðasta ári. Ef litið er til Norðurlanda eru flestir fangar í Svíþjóð, tæplega sjö þúsund eða 75 á hverja 100 þúsund íbúa. Næstir koma Finnar með 71 fanga á hverja 100 þúsund íbúa, Danir með 70, Norðmenn 65 og Ísland með 39. Fæstir eru svo í haldi í Færeyjum, fjórtán í allt eða 30 framreiknað á 100 þúsund íbúa. Fangafjöldi á Íslandi hefur rokkað nokkuð síðasta áratuginn. Flestir voru fangarnir 46 á hverja 100 þúsund íbúa árið 1996 en fæstir voru þeir 33 árið 2000. Í morgun sátu 123 einstaklingar inni í íslenskum fangelsum, 118 karlmenn og fimm konur. Þrettán, eða tíundi hluti, eru erlendir ríkisborgarar, þar af eru þrjá konur og því sitja aðeins tvær íslenskar konur í íslenskum fangelsum. Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá. Föngum hefur fjölgað í þremur af hverjum fjórum ríkjum heims á síðustu árum, þar af í níu af hverjum tíu ríkjum Asíu samkvæmt samantekt King's College háskólans í Lundúnum. Tvö ríki skera sig úr fyrir flesta fanga. Flestir eru í bandarískum fangelsum, rúmar tvær milljónir. Meira en einni og hálfri milljón manna er haldið í kínverskum fangelsum. Næst kemur Rússland með 760 þúsund fanga og Brasilía og Kína með rúmlega 300 þúsund fanga. Bandaríkin eru líka efst á lista yfir þau ríki heims sem eru með hæst hlutfall íbúa sinna á bak við lás og slá. Þar eru 714 í fangelsi á hverja 100 þúsund íbúa en næst koma Bermúda, Hvíta-Rússland og Rússland með 532 og í fimmta sæti er Palaueyja í Kyrrahafi með 523 í fangelsi framreiknað á 100 þúsund íbúa. Á hinum enda töflunnar er svo Búrkína Faso þar sem 23 af hverjum 100 þúsund íbúum eru í fangelsi. Robin Lovitt verður að óbreyttu tekinn af lífi Í Bandaríkjunum næsta miðvikudag og verður þá þúsundasti fanginn til að verða líflátinn síðan dauðarefsing var tekin upp á ný árið 1976. Dauðadómum og dauðarefsingum fækkaði þó á síðasta ári. Ef litið er til Norðurlanda eru flestir fangar í Svíþjóð, tæplega sjö þúsund eða 75 á hverja 100 þúsund íbúa. Næstir koma Finnar með 71 fanga á hverja 100 þúsund íbúa, Danir með 70, Norðmenn 65 og Ísland með 39. Fæstir eru svo í haldi í Færeyjum, fjórtán í allt eða 30 framreiknað á 100 þúsund íbúa. Fangafjöldi á Íslandi hefur rokkað nokkuð síðasta áratuginn. Flestir voru fangarnir 46 á hverja 100 þúsund íbúa árið 1996 en fæstir voru þeir 33 árið 2000. Í morgun sátu 123 einstaklingar inni í íslenskum fangelsum, 118 karlmenn og fimm konur. Þrettán, eða tíundi hluti, eru erlendir ríkisborgarar, þar af eru þrjá konur og því sitja aðeins tvær íslenskar konur í íslenskum fangelsum.
Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira