Verðskuldaður sigur Manchester United 27. nóvember 2005 19:00 Wayne Rooney fór á kostum í liði Manchester United í dag og það var við hæfi að honum væri líkt við George heitinn Best á þessum degi. NordicPhotos/GettyImages Manchester United hirti öll þrjú stigin gegn West Ham á Upton Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George Best var minnst við sérstaka athöfn fyrir leikinn, en þegar í leikinn var komið var það hin nýja stjarna Manchester-liðsins, Wayne Rooney, sem skein skærast og leiddi lið sitt til sigurs 2-1. Það voru reyndar heimamenn sem náðu forystunni strax í upphafi með góðu marki frá Marlon Harewood, en Wayne Rooney og John O´Shea skoruðu fyrir gestina og tryggðu sigurinn. Áhorfendur West Ham sýndu fyrrum knattspyrnuhetjunni George Best virðingu sína fyrir leikinn með einnar mínútu klappi og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat ekki annað en hrósað drenglyndi stuðningsmanna andstæðinganna. "Við getum þakkað fyrir að spila fyrsta leik okkar gegn jafn virðingarverðu og stóru félagi eins og West Ham. Þeir sýndu það í dag að þeir bera virðingu fyrir hæfileikamönnum í knattspyrnu og að það eru miklir kærleikar á milli þessara félaga," sagði Ferguson, sem var djúpt snortinn yfir móttökunum á Upton Park. Ferguson var síðar spurður út í samanburðinn á þeim Rooney og Best, sem óhjákvæmilega hefur komið upp á undanförnum árum. "Það þarf ekki að koma á óvart að slíkur samanburður sé ræddur annað veifið," sagði Ferguson. "Þó ber að hafa í huga að Rooney er aðeins tvítugur, svo hann á auðvitað langt í land með að fullkomna getu sína sem leikmaður. Ég get samt sagt það fullum fetum að hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð á þessum aldri á ferli mínum," sagði Ferguson um Rooney. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Sjá meira
Manchester United hirti öll þrjú stigin gegn West Ham á Upton Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. George Best var minnst við sérstaka athöfn fyrir leikinn, en þegar í leikinn var komið var það hin nýja stjarna Manchester-liðsins, Wayne Rooney, sem skein skærast og leiddi lið sitt til sigurs 2-1. Það voru reyndar heimamenn sem náðu forystunni strax í upphafi með góðu marki frá Marlon Harewood, en Wayne Rooney og John O´Shea skoruðu fyrir gestina og tryggðu sigurinn. Áhorfendur West Ham sýndu fyrrum knattspyrnuhetjunni George Best virðingu sína fyrir leikinn með einnar mínútu klappi og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat ekki annað en hrósað drenglyndi stuðningsmanna andstæðinganna. "Við getum þakkað fyrir að spila fyrsta leik okkar gegn jafn virðingarverðu og stóru félagi eins og West Ham. Þeir sýndu það í dag að þeir bera virðingu fyrir hæfileikamönnum í knattspyrnu og að það eru miklir kærleikar á milli þessara félaga," sagði Ferguson, sem var djúpt snortinn yfir móttökunum á Upton Park. Ferguson var síðar spurður út í samanburðinn á þeim Rooney og Best, sem óhjákvæmilega hefur komið upp á undanförnum árum. "Það þarf ekki að koma á óvart að slíkur samanburður sé ræddur annað veifið," sagði Ferguson. "Þó ber að hafa í huga að Rooney er aðeins tvítugur, svo hann á auðvitað langt í land með að fullkomna getu sína sem leikmaður. Ég get samt sagt það fullum fetum að hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð á þessum aldri á ferli mínum," sagði Ferguson um Rooney.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Sjá meira