Al Jazeera sjónvarpsstöðin sýndi í dag myndband sem stöðin segir að sýni fjóra gísla sem mannræningjar í Írak tóku nýlega. Talið er að um sé að ræða kristna friðarsinna sem hafa verið í Írak undanfarið. Einn mannanna er Norman Kember, aldraður Breti.
Mannræningjar segja að þeir séu allir njósnarar, en ekki er ljóst hvort gíslatökumennirnir hafa einhverjar kröfur fram að færa.