Hæstiréttur hefur dæmt Moldóva í farbann til 7. desember næst komandi. Maðurinn var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu 15. nóvember eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hingað frá Færeyjum á fölsuðu grísku vegabréfi.
Lögregla óskaði eftir að maðurinn væri settur í farbann meðan unnið væri að máli hans. Hvort tveggja er athugað skjalafals og einnig hvort hann sé á skrám hjá alþjóðalögreglunni Interpol vegna afbrota.