Jónas hyggst ekki segja af sér 13. desember 2005 21:27 Komið með skemmtibátinn Hörpu til lands eftir slysið. MYND/GVA Jónas Garðarson ætlar ekki að segja af sér formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið undir áhrifum áfengis við stýri skemmtibátsins Hörpu þegar hann sökk á Viðeyjarsundi og tvennt lést. Jónas segist hafa ýmislegt að athuga við rannsókn lögreglunnar en vildi ekki tjá sig frekar fyrr en og ef ákæra yrði gefin út. Þriggja mánaða rannsókn lögreglunnar á tildrögum sjóslyssins í Viðeyjarsundi 10. september síðast liðinn er lokið og niðurstöður hennar þær að Jónas Garðarson hafi verið einn við stýri skemmtibátsins Hörpu og undir áhrifum áfengis. Jónas er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann segist ekki hafa íhugað að segja af sér formennsku enda sé það mál óskylt sjóslysinu. Hann segist hafa ýmislegt við rannsókn lögreglu að athuga en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Helgi Kristinsson, varaformaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segist ekki eiga von á að þessi niðurstaða lögreglunnar hafi nokkur áhrif á formennsku Jónasar. Birgir Hólm Björgvinsson, gjaldkeri félagsins, segir Jónas hafa notið fulls trausts og gera það áfram. Skemmtibátnum Hörpu var siglt á Skarfasker á sautján sjómílna hraða tuttugu mínútur í tvö aðfaranótt laugardags. Þar stöðvaðist báturinn og skemmdist mikið. Fimm voru um borð, eigandinn Jónas Garðarson, kona hans og sonur auk vinafólks þeirra. Fólk um borð í bátnum hafði samband við Neyðarlínu og tilkynnti að báturinn hefði steytt á skeri. Tuttugu mínútum síðar var bátnum siglt aftur af skerinu áleiðis austur Viðeyjarsund en eftir nokkur hundruð metra siglingu hvolfdi honum og báturinn sökk. Tvennt lést í slysinu, Matthildur Harðardóttir og Friðrik Ásgeir Hermannsson. Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Jónas Garðarson ætlar ekki að segja af sér formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið undir áhrifum áfengis við stýri skemmtibátsins Hörpu þegar hann sökk á Viðeyjarsundi og tvennt lést. Jónas segist hafa ýmislegt að athuga við rannsókn lögreglunnar en vildi ekki tjá sig frekar fyrr en og ef ákæra yrði gefin út. Þriggja mánaða rannsókn lögreglunnar á tildrögum sjóslyssins í Viðeyjarsundi 10. september síðast liðinn er lokið og niðurstöður hennar þær að Jónas Garðarson hafi verið einn við stýri skemmtibátsins Hörpu og undir áhrifum áfengis. Jónas er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann segist ekki hafa íhugað að segja af sér formennsku enda sé það mál óskylt sjóslysinu. Hann segist hafa ýmislegt við rannsókn lögreglu að athuga en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Helgi Kristinsson, varaformaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segist ekki eiga von á að þessi niðurstaða lögreglunnar hafi nokkur áhrif á formennsku Jónasar. Birgir Hólm Björgvinsson, gjaldkeri félagsins, segir Jónas hafa notið fulls trausts og gera það áfram. Skemmtibátnum Hörpu var siglt á Skarfasker á sautján sjómílna hraða tuttugu mínútur í tvö aðfaranótt laugardags. Þar stöðvaðist báturinn og skemmdist mikið. Fimm voru um borð, eigandinn Jónas Garðarson, kona hans og sonur auk vinafólks þeirra. Fólk um borð í bátnum hafði samband við Neyðarlínu og tilkynnti að báturinn hefði steytt á skeri. Tuttugu mínútum síðar var bátnum siglt aftur af skerinu áleiðis austur Viðeyjarsund en eftir nokkur hundruð metra siglingu hvolfdi honum og báturinn sökk. Tvennt lést í slysinu, Matthildur Harðardóttir og Friðrik Ásgeir Hermannsson.
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira