Innlent

Fundu fíkniefni og þýfi við húsleit í Hafnarfirði

MYND/Róbert

Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á talsvert magn af ætluðum fíkniefnum og ýmsum tækjum sem talin eru þýfi við húsleit í bænum í gær. Að fengnum dómsúrskurði réðst lögreglan inn og lagði hald á ríflega 100 grömm af amfetamíni, yfir 100 grömm af hassi og rúmlega 200 LSD-skammta. Þá fundust þar og skotvopn, sprengiefni, hnífar og talsvert magn af rafmagnsvörum hvers konar. Þrír menn voru í húsinu þegar lögregla fór þar inn og voru allir handteknir. Einn þeirra er enn í haldi lögreglu en hinum tveimur var sleppt að yfirheyrslum loknum. Máler í rannsókn eftir því sem fram kemur á vef lögreglunnar.

Þá fór lögregla, u.þ.b. tveimur klukkustundum síðar, í aðra húsleit í Reykjavík af sama tilefni, einnig að fengnum dómsúrskurði. Þar fundust ríflega 40 grömm af hassi. Einn íbúi hússins var handtekinn í þágu rannsóknar þess máls og yfirheyrður í nótt. Honum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu og telst málið upplýst.

Við þessar aðgerðir naut lögreglan í Hafnarfirði aðstoðar frá sérsveit ríkislögreglustjórans, lögreglunnar í Kópavogi, lögreglunnar í Reykjavík og tollgæslunnar í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×