Sport

Gæti átt yfir höfði sér sekt

Arsene Wenger var mjög fúll í gær og lét margt flakka, sem gæti kostað hann sekt
Arsene Wenger var mjög fúll í gær og lét margt flakka, sem gæti kostað hann sekt NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti átt yfir höfði sér sekt frá enska knattspyrnusambandinu vegna ummæla hans eftir leikinn við Chelsea í gær, þar sem hann lét ýmislegt flakka um lið Chelsea og dómara leiksins Rob Styles. Talið er líklegt að sambandið ræði við Wenger fljótlega og biðji hann að færa rök fyrir máli sínu.

Wenger sagði meðal annars að Michael Essien hefði átt að fá að fjúka útaf með rautt spjald í leiknum, en sagði Rob Styles dómara ekki hafa haft kjark til að reka hann af velli. Þá þótti Wenger afar blóðugt að láta dæma af liði sínu fullkomlega löglegt mark í stöðunni 0-0 og sagði það hafa verið vendipunktinn í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×