Sport

Chelsea er dæmi um hvernig á ekki að reka félag

Sepp Blatter er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum
Sepp Blatter er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum NordicPhotos/GettyImages

Sepp Blatter, forseti FIFA er ekki hrifinn af því hvernig Chelsea sankar að sér útlendingum og segir að rekstur félagsins sé dæmi um hvernig eigi ekki að reka knattspyrnufélag. Hann segir að réttast væri að setja á reglur í ensku úrvalsdeildinni sem takmarka fjölda útlendinga í liðinum, eins og tíðkast víða annarsstaðar.

"Ef Chelse gæti aðeins haft fimm útlendinga í liði sínu, mundi það þurfa að byggja lið sitt mun meira upp á leikmönnum sem koma úr yngri flokkum félagsins og þá gæti Roman Abramovic ekki alltaf hlaupið til og keypt bestu leikmenn heims í hverja stöðu fyrir himinháar upphæðir."

Blatter benti einnig á lið eins og Liverpool og Bayern Munchen í sambandi við það hvernig erlendir leikmenn væru að eyðileggja deildirnar, því áhorfendur ættu orðið erfitt með að tengja sig við lið full af útlendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×