Ákæruvaldið ekki tilraunstofa 12. október 2005 00:01 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir ákæruvaldið harðlega og segir dóm Hæstaréttar fela í sér efnislega niðurstöðu. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni: Eftir dóm Hæstaréttar í svonefndu „Baugsmáli“ sl. mánudag hafa talsmenn ákæruvaldsins sagt, að nauðsynlegt sé fyrir sakborninga að „efnisleg“ niðurstaða fáist í málinu. Verkefni saksóknara sé að koma málinu fyrir dóm og síðan verði dómstólar að dæma um ákæruatriðin efnislega. Þetta er sagt þó að allir sakborningar hafi lýst yfir sakleysi sínu, útgefnum ákærum hafi verið vísað frá dómi og fórnarlambið sjálft kannist ekki við að á því hafi verið brotið! Í þessu efni ættu menn að hafa í huga eftirfarandi: Í fyrsta lagi er það ekki áhuga- eða hagsmunamál sakborninga, að ákært verði á ný og málið verði tekið til efnislegrar meðferðar. Grundvallarreglan er sú, að maður er saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi. Undarlegt er að heyra því haldið fram af talsmanni ákæruvaldsins, að hagsmunir fólks, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu, séu þeir að geta sannað sakleysi sitt fyrir dómara! Með því er verið að snúa grundvallarreglunni á haus. Hafi ákæruvaldinu ekki tekist að setja saman trúverðuga ákæru í málinu eftir þriggja ára rannsókn felast hagsmunir sakborninga öðru fremur í því að máli linni. Þrákelkni og þráhyggja starfsmanna ákæruvaldsins má ekki villa öðrum mönnum sýn í þessu efni. Í öðru lagi ber ákæruvaldinu aðeins að skjóta málum til dómstóla séu líkindi á sakfellingu talin meiri en á sýknu. Ákæruvaldið er ekki tilraunastofa þar sem menn „prufa“ sig áfram eins og saksóknari Ríkislögreglustjóra hefur orðað það. Öðru nær. Aðeins á að gefa út ákæru í málum þar sem skýrt liggur fyrir, að refsivert brot hafi verið framið. Hlutverk ákæruvaldsins er m.ö.o. fólgið í því að taka efnislega afstöðu og skjóta aðeins þeim málum fyrir dómstóla, sem eiga þangað erindi. Í þriðja lagi er einfaldlega ekki rétt, að dómur Hæstaréttar feli ekki í sér efnislega niðurstöðu í málinu. Afstaða Hæstaréttar er einmitt mjög skýr og hún tekur til efnislegra þátta, ekki aðeins formsatriða. Fullyrt skal, að ógjörningur verði fyrir ákæruvaldið að setja fram nýja ákæru varðandi mörg ef ekki öll þau atriði, sem vísað hefur verið frá dómstólum. Ástæðan er sú, að Hæstiréttur er ekki aðeins að finna að handvömm og óvandvirkni í framsetningu ákærunnar, heldur er fundið að sjálfum grundvelli málsins. Ekki hefur tekist að sýna fram á það í ákærunni, að refsivert brot hafi verið framið og þar liggur vandi ákæruvaldsins. Þá er heldur ekki rétt, sem fram hefur komið hjá talsmönnum ákæruvaldsins í málinu, að verið sé að herða kröfur um frágang ákæruskjala. Kröfur íslenskra dómstóla séu meiri og strangari en í öðrum löndum. Ákæruskjalið í Baugsmálinu uppfylli kröfur, sem dómstólar hefðu áður talið fullnægjandi. Þetta sé því aðeins formleg niðurstaða um framsetningu og orðalag. Hér horfa menn framhjá þeirri augljósu staðreynd, að í niðurstöðu Hæstaréttar felast alvarlegustu athugasemdirnar í því, að verknaðarlýsing sé í engu samræmi við ætlað brot. Varla hefur það verið látið viðgangast til þessa af dómstólum landsins. Ef verknaðarlýsing fellur ekki að skilyrðum refsiákvæðis þýðir það einfaldlega, að refsivert brot hefur ekki verið framið. Í ljósi alls framangreinds liggur eftirfarandi fyrir: Mál ákæruvaldsins gegn sex sakborningum í Baugsmálinu er enn fyrir dómstólum. Á næstunni ber að flytja málið um þau 8 ákæruatriði, sem eftir standa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldinu ber að virða þá niðurstöðu dómstóla, að 32 ákæruliðir voru og eru ekki dómtækir. Hyggist menn reyna að fara á svig við reglur um framhaldsákærur og freista þess að ákæra á ný í einhverjum þeirra ákæruliða, sem vísað hefur verið frá, felur það í sér tilræði við mannréttindi sakborninga og þá efnislegu niðurstöðu, sem Hæstiréttur hefur birt í dómi sínum. > Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir ákæruvaldið harðlega og segir dóm Hæstaréttar fela í sér efnislega niðurstöðu. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni: Eftir dóm Hæstaréttar í svonefndu „Baugsmáli“ sl. mánudag hafa talsmenn ákæruvaldsins sagt, að nauðsynlegt sé fyrir sakborninga að „efnisleg“ niðurstaða fáist í málinu. Verkefni saksóknara sé að koma málinu fyrir dóm og síðan verði dómstólar að dæma um ákæruatriðin efnislega. Þetta er sagt þó að allir sakborningar hafi lýst yfir sakleysi sínu, útgefnum ákærum hafi verið vísað frá dómi og fórnarlambið sjálft kannist ekki við að á því hafi verið brotið! Í þessu efni ættu menn að hafa í huga eftirfarandi: Í fyrsta lagi er það ekki áhuga- eða hagsmunamál sakborninga, að ákært verði á ný og málið verði tekið til efnislegrar meðferðar. Grundvallarreglan er sú, að maður er saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi. Undarlegt er að heyra því haldið fram af talsmanni ákæruvaldsins, að hagsmunir fólks, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu, séu þeir að geta sannað sakleysi sitt fyrir dómara! Með því er verið að snúa grundvallarreglunni á haus. Hafi ákæruvaldinu ekki tekist að setja saman trúverðuga ákæru í málinu eftir þriggja ára rannsókn felast hagsmunir sakborninga öðru fremur í því að máli linni. Þrákelkni og þráhyggja starfsmanna ákæruvaldsins má ekki villa öðrum mönnum sýn í þessu efni. Í öðru lagi ber ákæruvaldinu aðeins að skjóta málum til dómstóla séu líkindi á sakfellingu talin meiri en á sýknu. Ákæruvaldið er ekki tilraunastofa þar sem menn „prufa“ sig áfram eins og saksóknari Ríkislögreglustjóra hefur orðað það. Öðru nær. Aðeins á að gefa út ákæru í málum þar sem skýrt liggur fyrir, að refsivert brot hafi verið framið. Hlutverk ákæruvaldsins er m.ö.o. fólgið í því að taka efnislega afstöðu og skjóta aðeins þeim málum fyrir dómstóla, sem eiga þangað erindi. Í þriðja lagi er einfaldlega ekki rétt, að dómur Hæstaréttar feli ekki í sér efnislega niðurstöðu í málinu. Afstaða Hæstaréttar er einmitt mjög skýr og hún tekur til efnislegra þátta, ekki aðeins formsatriða. Fullyrt skal, að ógjörningur verði fyrir ákæruvaldið að setja fram nýja ákæru varðandi mörg ef ekki öll þau atriði, sem vísað hefur verið frá dómstólum. Ástæðan er sú, að Hæstiréttur er ekki aðeins að finna að handvömm og óvandvirkni í framsetningu ákærunnar, heldur er fundið að sjálfum grundvelli málsins. Ekki hefur tekist að sýna fram á það í ákærunni, að refsivert brot hafi verið framið og þar liggur vandi ákæruvaldsins. Þá er heldur ekki rétt, sem fram hefur komið hjá talsmönnum ákæruvaldsins í málinu, að verið sé að herða kröfur um frágang ákæruskjala. Kröfur íslenskra dómstóla séu meiri og strangari en í öðrum löndum. Ákæruskjalið í Baugsmálinu uppfylli kröfur, sem dómstólar hefðu áður talið fullnægjandi. Þetta sé því aðeins formleg niðurstaða um framsetningu og orðalag. Hér horfa menn framhjá þeirri augljósu staðreynd, að í niðurstöðu Hæstaréttar felast alvarlegustu athugasemdirnar í því, að verknaðarlýsing sé í engu samræmi við ætlað brot. Varla hefur það verið látið viðgangast til þessa af dómstólum landsins. Ef verknaðarlýsing fellur ekki að skilyrðum refsiákvæðis þýðir það einfaldlega, að refsivert brot hefur ekki verið framið. Í ljósi alls framangreinds liggur eftirfarandi fyrir: Mál ákæruvaldsins gegn sex sakborningum í Baugsmálinu er enn fyrir dómstólum. Á næstunni ber að flytja málið um þau 8 ákæruatriði, sem eftir standa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldinu ber að virða þá niðurstöðu dómstóla, að 32 ákæruliðir voru og eru ekki dómtækir. Hyggist menn reyna að fara á svig við reglur um framhaldsákærur og freista þess að ákæra á ný í einhverjum þeirra ákæruliða, sem vísað hefur verið frá, felur það í sér tilræði við mannréttindi sakborninga og þá efnislegu niðurstöðu, sem Hæstiréttur hefur birt í dómi sínum. >
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira