Íslandsmeistarabragur á Keflavík 31. mars 2006 10:05 Það var lítið gefið eftir í gær Fréttablaðið/Stefán Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Fyrsti leikhluti gaf frábær fyrirheit fyrir leikinn sem var jafn og spennandi framan af. Bæði lið sýndu frábæra vörn í byrjun áður en sóknarloturnar tóku við þar sem þriggja stiga hittni liðanna var til fyrirmyndar. Mjótt var á mununum og staðan var 30-26 fyrir Keflavík í upphafi annars leikhluta. Þá umbreyttist leikur Keflvíkinga með A. J. Moye fremstan í flokki og þeir völtuðu yfir gestina sem áttu engin svör við stórleik heimamanna sem röðuðu niður körfunum. Keflvíkingar spiluðu frábæra vörn og í bland við kæruleysi Skallagrímsmanna náðu heimamenn upp 63-43 forystu í hálfleik og heillum horfnir Borgnesingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Yfirburðir Keflvíkinga héldu áfram í þriðja leikhluta og Borgnesingar áttu engin svör. Það bætti gráu ofan á svart hjá gestunum að Jovan Zdravevski var útilokaður frá leiknum með sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta en þá var hann stigahæstur Skallagrímsmanna með 19 stig. Heimamenn kláruðu leikinn án þess að gestirnir væru nálægt því að gera atlögu að sigrinum. Keflvíkingar gátu meira að segja leyft sér að hvíla lykilmenn fyrir næstu rimmu liðanna sem verður í Borgarnesi á mánudaginn. Íslandsmeistararnir sýndu og sönnuðu af hverju þeir eru handhafar titilsins og hreinlega slátruðu Borgnesingum og unnu að lokum 129-79. A. J. Moey fór á kostum í kvöld og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann lék sér að gestunum og skoraði alls 37 stig en fjórir menn skoruðu 14 stig, Guðjón Skúlason, Vlad Boer, Mgnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson. Hinn feykisterki George Byrd fann sig ekki í leiknum og ef Skallagrímsmenn ætla sér að komast í úrslitaeinvígið er ljóst að hann þarf að spila mun betur. Hann skoraði 13 stig, Zdravevski 19 og Pétur Sigurðsson 16. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Fyrsti leikhluti gaf frábær fyrirheit fyrir leikinn sem var jafn og spennandi framan af. Bæði lið sýndu frábæra vörn í byrjun áður en sóknarloturnar tóku við þar sem þriggja stiga hittni liðanna var til fyrirmyndar. Mjótt var á mununum og staðan var 30-26 fyrir Keflavík í upphafi annars leikhluta. Þá umbreyttist leikur Keflvíkinga með A. J. Moye fremstan í flokki og þeir völtuðu yfir gestina sem áttu engin svör við stórleik heimamanna sem röðuðu niður körfunum. Keflvíkingar spiluðu frábæra vörn og í bland við kæruleysi Skallagrímsmanna náðu heimamenn upp 63-43 forystu í hálfleik og heillum horfnir Borgnesingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Yfirburðir Keflvíkinga héldu áfram í þriðja leikhluta og Borgnesingar áttu engin svör. Það bætti gráu ofan á svart hjá gestunum að Jovan Zdravevski var útilokaður frá leiknum með sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta en þá var hann stigahæstur Skallagrímsmanna með 19 stig. Heimamenn kláruðu leikinn án þess að gestirnir væru nálægt því að gera atlögu að sigrinum. Keflvíkingar gátu meira að segja leyft sér að hvíla lykilmenn fyrir næstu rimmu liðanna sem verður í Borgarnesi á mánudaginn. Íslandsmeistararnir sýndu og sönnuðu af hverju þeir eru handhafar titilsins og hreinlega slátruðu Borgnesingum og unnu að lokum 129-79. A. J. Moey fór á kostum í kvöld og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann lék sér að gestunum og skoraði alls 37 stig en fjórir menn skoruðu 14 stig, Guðjón Skúlason, Vlad Boer, Mgnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson. Hinn feykisterki George Byrd fann sig ekki í leiknum og ef Skallagrímsmenn ætla sér að komast í úrslitaeinvígið er ljóst að hann þarf að spila mun betur. Hann skoraði 13 stig, Zdravevski 19 og Pétur Sigurðsson 16.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira