Baráttan um völdin á Valbjarnarvelli 3. júní 2006 11:00 Valur - Breiðablik í Landsbankadeild kvenna sumar 2005 Í dag klukkan 16 taka Valsstúlkur á móti stöllum sínum frá Kópavogi þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar og má því búast við hörkuleik. "Leikurinn leggst mjög vel í mig, maður er í þessu fyrir svona stórleiki en ég held að þetta verði fyrst og fremst baráttuleikur. Það má segja að þetta sé barátta um völdin þar sem þetta eru tvö efstu liðin og spurning um það hvort liðið heldur efsta sætinu," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, fyrir leikinn. Margir vilja meina að með þróun kvennaknattspyrnunnar, sé þetta annar af tveimur úrslitaleikjum Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. "Ég er nú ekki sammála því, ég held að það eigi meira eftir að gerast í þessu móti. Ég held að KR-stúlkur hafi ekki sungið sitt síðasta og ég er pottþétt á því að þær eiga eftir að hrifsa stig af okkur toppliðunum. Það kemur mér á óvart hversu illa þær hafa byrjað mótið og það er út í hött að þær séu í þessari stöðu. Þær eru með gott lið og það er alveg ljóst að þær eiga eftir að þokast upp töfluna," sagði Elísabet en KR er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki. Í byrjunarliði Vals í dag verður þýska stúlkan Viola Oderbrecht, en hún á að baki 30 leiki fyrir þýska landsliðið. "Mér líst rosalega vel á hana, hún er að koma sterk inn. Við gerum miklar væntingar til hennar en það er ákveðin áhætta að setja hana strax inn í svona leik. Hún er frábær leikmaður en maður veit ekki hvernig það kemur út að setja hana svona strax inn," sagði Elísabet um landsliðskonuna, en þjálfarinn er hvergi banginn fyrir leikinn. "Við getum alveg unnið þetta Blikalið, á góðum degi í það minnsta. Það er þó ekkert mikið á milli þessara liða og eins og staðan er núna eru þetta tvö sterkustu liðin í deildinni. Vonandi verður þetta skemmtilegur og spennandi leikur og ég á ekki von á neinu öðru," sagði Elísabet að lokum. Íþróttir Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira
Í dag klukkan 16 taka Valsstúlkur á móti stöllum sínum frá Kópavogi þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar og má því búast við hörkuleik. "Leikurinn leggst mjög vel í mig, maður er í þessu fyrir svona stórleiki en ég held að þetta verði fyrst og fremst baráttuleikur. Það má segja að þetta sé barátta um völdin þar sem þetta eru tvö efstu liðin og spurning um það hvort liðið heldur efsta sætinu," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, fyrir leikinn. Margir vilja meina að með þróun kvennaknattspyrnunnar, sé þetta annar af tveimur úrslitaleikjum Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. "Ég er nú ekki sammála því, ég held að það eigi meira eftir að gerast í þessu móti. Ég held að KR-stúlkur hafi ekki sungið sitt síðasta og ég er pottþétt á því að þær eiga eftir að hrifsa stig af okkur toppliðunum. Það kemur mér á óvart hversu illa þær hafa byrjað mótið og það er út í hött að þær séu í þessari stöðu. Þær eru með gott lið og það er alveg ljóst að þær eiga eftir að þokast upp töfluna," sagði Elísabet en KR er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki. Í byrjunarliði Vals í dag verður þýska stúlkan Viola Oderbrecht, en hún á að baki 30 leiki fyrir þýska landsliðið. "Mér líst rosalega vel á hana, hún er að koma sterk inn. Við gerum miklar væntingar til hennar en það er ákveðin áhætta að setja hana strax inn í svona leik. Hún er frábær leikmaður en maður veit ekki hvernig það kemur út að setja hana svona strax inn," sagði Elísabet um landsliðskonuna, en þjálfarinn er hvergi banginn fyrir leikinn. "Við getum alveg unnið þetta Blikalið, á góðum degi í það minnsta. Það er þó ekkert mikið á milli þessara liða og eins og staðan er núna eru þetta tvö sterkustu liðin í deildinni. Vonandi verður þetta skemmtilegur og spennandi leikur og ég á ekki von á neinu öðru," sagði Elísabet að lokum.
Íþróttir Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira