Guðmundur við hlið Alfreðs í Svíþjóð 3. júní 2006 07:00 Guðmundur Guðmundsson kemur til með að vera Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara til halds og trausts í verkefnum íslenska landsliðsins á næstu vikum en Guðmundur var landsliðsþjálfari á árunum 2001 til 2004. Framundan eru tveir æfingaleikir við Dani, á Akureyri á þriðjudaginn og í Laugardalshöll á fimmtudaginn en fyrri leikurinn við Svía verður í Globen í Stokkhólmi laugardaginn 11. júní og hinn síðari í Laugardalshöll á laugardaginn, þjóðhátíðardaginn 17. júní. "Minn gamli vinur og herbergisfélagi frá landsliðstímanum kemur inn í þetta. Hann verður aðstoðarmaður minn og betur sjá augu en auga. Ég hef oft sagt að aðstoðarþjálfarar eigi erfitt með að vinna með mér en við þekkjum hvor annan mjög vel. Við höfum verið í miklu sambandi og erum með svipaða skoðun á því hvernig á að spila handbolta. Ég held að hann hafi verið besti kosturinn í stöðunni. Við verðum að gera allt sem við mögulega getum gert til að leggja Svíana," sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær. Þetta leggst einstaklega vel í mig og ég hlakka til að vinna aftur með Alfreð. Ég mun koma að greiningu á andstæðingnum og aðstoða við undirbúning liðsins í heild sinni. Ég er auðvitað öllum hnútum kunnugur í þessum málum og þekki alla strákana í liðinu," sagði Guðmundur. "Ég lít á það sem ákveðinn heiður í því að til mín sé leitað og finnst það mög jákvætt. Við erum að þjálfa á mjög svipaðri línu og það er alltaf gott þegar þannig menn vinna saman. Þetta snýst bara um að vinna þessa vinnu eins vel og hægt er og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að komast áfram. Þetta kemur kannski frekar á óvart en ég gat ekki sagt nei þegar til mín er leitað," bætti Guðmundur við. Danir koma hingað til lands með sterkt lið en fyrri leikurinn fer fram í heimabæ Alfreðs, Akureyri, á þriðjudaginn. "Það er mjög gaman fyrir mig að fara til Akureyrar og spila þar. Allt annað en troðfull höll á Akureyri væru klárlega mikil vonbrigði. Fyrir mig er skemmtilegt að spila minn alvöru landsleik sem þjálfari að byrja á heimavelli mínum," sagði Alfreð, sem hefur fylgst grannt með Svíunum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari. Íþróttir Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson kemur til með að vera Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara til halds og trausts í verkefnum íslenska landsliðsins á næstu vikum en Guðmundur var landsliðsþjálfari á árunum 2001 til 2004. Framundan eru tveir æfingaleikir við Dani, á Akureyri á þriðjudaginn og í Laugardalshöll á fimmtudaginn en fyrri leikurinn við Svía verður í Globen í Stokkhólmi laugardaginn 11. júní og hinn síðari í Laugardalshöll á laugardaginn, þjóðhátíðardaginn 17. júní. "Minn gamli vinur og herbergisfélagi frá landsliðstímanum kemur inn í þetta. Hann verður aðstoðarmaður minn og betur sjá augu en auga. Ég hef oft sagt að aðstoðarþjálfarar eigi erfitt með að vinna með mér en við þekkjum hvor annan mjög vel. Við höfum verið í miklu sambandi og erum með svipaða skoðun á því hvernig á að spila handbolta. Ég held að hann hafi verið besti kosturinn í stöðunni. Við verðum að gera allt sem við mögulega getum gert til að leggja Svíana," sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær. Þetta leggst einstaklega vel í mig og ég hlakka til að vinna aftur með Alfreð. Ég mun koma að greiningu á andstæðingnum og aðstoða við undirbúning liðsins í heild sinni. Ég er auðvitað öllum hnútum kunnugur í þessum málum og þekki alla strákana í liðinu," sagði Guðmundur. "Ég lít á það sem ákveðinn heiður í því að til mín sé leitað og finnst það mög jákvætt. Við erum að þjálfa á mjög svipaðri línu og það er alltaf gott þegar þannig menn vinna saman. Þetta snýst bara um að vinna þessa vinnu eins vel og hægt er og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að komast áfram. Þetta kemur kannski frekar á óvart en ég gat ekki sagt nei þegar til mín er leitað," bætti Guðmundur við. Danir koma hingað til lands með sterkt lið en fyrri leikurinn fer fram í heimabæ Alfreðs, Akureyri, á þriðjudaginn. "Það er mjög gaman fyrir mig að fara til Akureyrar og spila þar. Allt annað en troðfull höll á Akureyri væru klárlega mikil vonbrigði. Fyrir mig er skemmtilegt að spila minn alvöru landsleik sem þjálfari að byrja á heimavelli mínum," sagði Alfreð, sem hefur fylgst grannt með Svíunum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari.
Íþróttir Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira