Fótboltabullur til vandræða 16. júní 2006 07:00 Pólverji fangaður Hundruð þýskra og pólskra ólátabelga voru handtekin í kjölfar leiks Þýskalands gegn Póllandi á miðvikudag. Þýskaland vann 1-0. Eftir að fyrstu stóru óeirðirnar vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta brutust út á miðvikudagskvöld er þýska lögreglan í mikilli viðbragðsstöðu. Alls voru á fimmta hundrað manns handteknir í Dortmund á miðvikudagskvöld eftir leik Þjóðverja gegn Pólverjum sem hinir fyrrnefndu unnu með einu marki gegn engu. Í gær flykktust tugir breskra lögreglumanna til Frankfurt vegna leiks landsliðs Englendinga við Trínidad og Tóbagó, þar sem um 50.000 fótboltaáhugamenn voru samankomnir til að horfa á leikinn. Miklar óeirðir eru fylgifiskur stórra keppna í fótbolta og Bretar eru oft nefndir sökudólgar í þeim ólátum enda hefur yfir 3.300 Bretum verið bannað að ferðast til Þýskalands vegna keppninnar. "Þýskar fótboltabullur eru eins og þær bresku. Þær drekka mikið, eru háværar og halda sínar eigin veislur," sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Stephen Thomas frá Manchester við komuna til Frankfurt í gær. Frá byrjun heimsmeistarakeppninnar hinn 9. júni og þar til í gær höfðu yfir 1.500 áhugamenn um fótbolta verið handteknir vegna óláta víðs vegar um Þýskaland og alls voru 429 manns handteknir á miðvikudag, þar af 278 Þjóðverjar og 119 Pólverjar. Fyrir leikinn voru minnst 120 manns handteknir í Dortmund. Pólska lögreglan aðstoðaði þá þýsku við að þekkja úr og hafa hendur í hári pólskra fótboltabullna og voru um sextíu Pólverjar handteknir. Skömmu síðar komu lögreglumenn auga á þekktar fótboltabullur á vínveitingastað og reyndu að koma í veg fyrir að þær kæmust að stóru sjónvarpstjaldi í sama hverfi. Bullurnar brugðust við með því að hrópa "við erum Þjóðverjar líka" og kasta flöskum og stólum að lögreglunni. Óeirðalögregla kom á svæðið, náði fljótt tökum á ástandinu og handtók tugi manna. Þó tókst um 100 óeirðaseggjum að flýja af vettvangi, að sögn þýsku lögreglunnar. Eftir leikinn fylltust götur Dortmund af fólki, þar sem Þjóðverjar fögnuðu með því að henda flöskum og stólum til og frá og skutu upp flugeldum. Öllum nema þremur hinna handteknu var sleppt úr haldi í gær, en samkvæmt þýskum lögum má lögreglan halda fólki sem grunað er um að ætla sér að fremja afbrot föngnu í allt að 48 tíma. Erlent Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Eftir að fyrstu stóru óeirðirnar vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta brutust út á miðvikudagskvöld er þýska lögreglan í mikilli viðbragðsstöðu. Alls voru á fimmta hundrað manns handteknir í Dortmund á miðvikudagskvöld eftir leik Þjóðverja gegn Pólverjum sem hinir fyrrnefndu unnu með einu marki gegn engu. Í gær flykktust tugir breskra lögreglumanna til Frankfurt vegna leiks landsliðs Englendinga við Trínidad og Tóbagó, þar sem um 50.000 fótboltaáhugamenn voru samankomnir til að horfa á leikinn. Miklar óeirðir eru fylgifiskur stórra keppna í fótbolta og Bretar eru oft nefndir sökudólgar í þeim ólátum enda hefur yfir 3.300 Bretum verið bannað að ferðast til Þýskalands vegna keppninnar. "Þýskar fótboltabullur eru eins og þær bresku. Þær drekka mikið, eru háværar og halda sínar eigin veislur," sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Stephen Thomas frá Manchester við komuna til Frankfurt í gær. Frá byrjun heimsmeistarakeppninnar hinn 9. júni og þar til í gær höfðu yfir 1.500 áhugamenn um fótbolta verið handteknir vegna óláta víðs vegar um Þýskaland og alls voru 429 manns handteknir á miðvikudag, þar af 278 Þjóðverjar og 119 Pólverjar. Fyrir leikinn voru minnst 120 manns handteknir í Dortmund. Pólska lögreglan aðstoðaði þá þýsku við að þekkja úr og hafa hendur í hári pólskra fótboltabullna og voru um sextíu Pólverjar handteknir. Skömmu síðar komu lögreglumenn auga á þekktar fótboltabullur á vínveitingastað og reyndu að koma í veg fyrir að þær kæmust að stóru sjónvarpstjaldi í sama hverfi. Bullurnar brugðust við með því að hrópa "við erum Þjóðverjar líka" og kasta flöskum og stólum að lögreglunni. Óeirðalögregla kom á svæðið, náði fljótt tökum á ástandinu og handtók tugi manna. Þó tókst um 100 óeirðaseggjum að flýja af vettvangi, að sögn þýsku lögreglunnar. Eftir leikinn fylltust götur Dortmund af fólki, þar sem Þjóðverjar fögnuðu með því að henda flöskum og stólum til og frá og skutu upp flugeldum. Öllum nema þremur hinna handteknu var sleppt úr haldi í gær, en samkvæmt þýskum lögum má lögreglan halda fólki sem grunað er um að ætla sér að fremja afbrot föngnu í allt að 48 tíma.
Erlent Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira