Tiger Woods olli miklum vonbrigðum 19. júní 2006 12:00 Ferrie Spilar vel núna. Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgaður og féll úr leik eftir tvo keppnisdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. "Venjulega eru flatirnar á Opna bandaríska mótinu mjög hraðar en þessar eru hæðóttar og hægar. Ég byrjaði mjög illa og það gekk lítið upp hjá mér, ég hitti ekki brautirnar í upphafshöggunum og heldur ekki flatirnar í réttum fjölda högga," sagði Woods, en þetta er í fyrsta sinn síðan hann gerðist atvinnukylfingur sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurð á stórmóti. Það voru þeir Kenneth Ferrie og Phil Mickelson sem voru efstir fyrir lokadaginn og léku því saman í síðasta ráshóp. Mótinu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Englendingurinn Ferrie var í forystu allan þriðja daginn þar til hann fékk skolla undir lokin og var því jafn Mickelson, einu höggi á undan Geoff Ogilvy. Ferrie er lítt þekktur kylfingur sem hefur aldrei verið nálægt því að vinna til verðlauna á stórmóti. Hann var í stökustu vandræðum með að finna sér kylfusvein fyrir mótið þar sem sá sem venjulega ber fyrir hann kylfurnar fór til Þýskalands til að horfa á enska landsliðið á HM. "Ég held að það muni hjálpa mér að það er engin pressa á mér, hún er öll á andstæðingum mínum. Ég hef þó fulla trú á mér sjálfum og ef ég held áfram að leika jafn vel og ég hef gert um helgina á ég möguleika á sigri," sagði Ferrie fyrir lokahringinn. Íþróttir Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgaður og féll úr leik eftir tvo keppnisdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. "Venjulega eru flatirnar á Opna bandaríska mótinu mjög hraðar en þessar eru hæðóttar og hægar. Ég byrjaði mjög illa og það gekk lítið upp hjá mér, ég hitti ekki brautirnar í upphafshöggunum og heldur ekki flatirnar í réttum fjölda högga," sagði Woods, en þetta er í fyrsta sinn síðan hann gerðist atvinnukylfingur sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurð á stórmóti. Það voru þeir Kenneth Ferrie og Phil Mickelson sem voru efstir fyrir lokadaginn og léku því saman í síðasta ráshóp. Mótinu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Englendingurinn Ferrie var í forystu allan þriðja daginn þar til hann fékk skolla undir lokin og var því jafn Mickelson, einu höggi á undan Geoff Ogilvy. Ferrie er lítt þekktur kylfingur sem hefur aldrei verið nálægt því að vinna til verðlauna á stórmóti. Hann var í stökustu vandræðum með að finna sér kylfusvein fyrir mótið þar sem sá sem venjulega ber fyrir hann kylfurnar fór til Þýskalands til að horfa á enska landsliðið á HM. "Ég held að það muni hjálpa mér að það er engin pressa á mér, hún er öll á andstæðingum mínum. Ég hef þó fulla trú á mér sjálfum og ef ég held áfram að leika jafn vel og ég hef gert um helgina á ég möguleika á sigri," sagði Ferrie fyrir lokahringinn.
Íþróttir Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira