Öruggur sigur í Laugardal 19. júní 2006 10:00 magnaður leikur hjá margréti láru Margrét Lára Viðarsdóttir fór á kostum í Dalnum í gær og skoraði tvö mörk. MYND/Daníel Greinilegt var á öllu að íslenska liðið saknaði fyrirliðans Ásthildar Helgadóttur í Laugardalnum í gær en hún tók út leikbann. Íslenska liðið tók þó fljótlega undirtökin í leiknum gegn slöku liði Portúgala sem sýndi litla sem enga takta í gær en bæði varnar- og sóknarleikur liðsins var í molum. Margrét Lára Viðarsdóttir sýndi strax og sannaði að hún bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn inni á vellinum en hún var mjög frísk og dugleg í sókninni en fékk þó of litla hjálp fram á við. Stelpurnar hefðu getað verið duglegri að finna Margréti sem gerði hvað hún gat til að búa sér til pláss en hún lét mikið að sér kveða í leiknum. Vörn Portúgala lá aftarlega og þær lentu í miklum vandræðum með að halda boltanum innan liðsins. Spyrnur þeirra frá markinu voru áberandi slakar en þær drifu varla yfir miðjan vallarhelming þeirra og það nýttu íslensku stelpurnar sér vel með fínni pressu. Það vantaði þó eitthvað upp á að íslenska liðið tæki frumkvæðið og valtaði yfir Portúgalana, eitthvað sem þær hefðu svo sannarlega getað gert því getumunurinn á liðunum var greinilegur, íslensku stelpurnar voru fremri í öllum stöðum vallarins. Sóknarleikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik var ágætur, en þó vantaði ákveðið bit, nema þá kannski hjá Margréti Láru. Hún skoraði einmitt eina mark fyrri hálfleiks þegar hún nýtti sér slakan skalla eins varnarmanna Portúgala og skoraði með föstu skoti. Þrátt fyrir að vera einu marki yfir í hálfleik gerðu stelpurnar of mörg mistök og þær gátu í tvígang prísað sig sælar yfir því að þær portúgölsku jöfnuðu ekki. Þóra B. Helgadóttir varði vel eina skot gestanna sem rataði á rammann í leiknum auk þess sem þær fóru illa með annað færi þegar sóknarmaður Portúgala hitti ekki boltann. Leikur íslenska liðsins batnaði til muna í síðari hálfleik og boltinn gekk betur innan liðsins. Íslendingarnir stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda en portúgalska liðið fór varla yfir miðju í síðari hálfleiknum á meðan íslensku stelpurnar gerðu hvað þær gátu til að auka forystu sína. Annað markið stóð á sér og vissa grimmd vantaði til að klára hið dapra portúgalska lið. Það kom þó loksins á 86. mínútu þegar Greta Mjöll skoraði glæsilegt mark beint úr hornspyrnu. Margrét Lára rak svo síðasta naglann í kistu Portúgala með marki í uppbótartíma þegar hún nýtti sér mistök markmanns Portúgala sem náði ekki að halda fyrirgjöf Guðný Bjarkar Óðinsdóttir, sem kom inn á í sínum fyrsta landsleik í gær. Öruggur 3-0 sigur á Portúgal varð því niðurstaðan en stelpurnar eiga að geta gert betur en í gær. Þær eru nú með tíu stig í riðli sínum, ásamt Tékkum sem þær leika gegn á Laugardalsvelli þann 19. ágúst. Svíar eru efstir í riðlinum með þrettán stig en ljóst er að möguleikar Íslands á að komast áfram á HM á næsta ári eru góðir. Íþróttir Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Sjá meira
Greinilegt var á öllu að íslenska liðið saknaði fyrirliðans Ásthildar Helgadóttur í Laugardalnum í gær en hún tók út leikbann. Íslenska liðið tók þó fljótlega undirtökin í leiknum gegn slöku liði Portúgala sem sýndi litla sem enga takta í gær en bæði varnar- og sóknarleikur liðsins var í molum. Margrét Lára Viðarsdóttir sýndi strax og sannaði að hún bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn inni á vellinum en hún var mjög frísk og dugleg í sókninni en fékk þó of litla hjálp fram á við. Stelpurnar hefðu getað verið duglegri að finna Margréti sem gerði hvað hún gat til að búa sér til pláss en hún lét mikið að sér kveða í leiknum. Vörn Portúgala lá aftarlega og þær lentu í miklum vandræðum með að halda boltanum innan liðsins. Spyrnur þeirra frá markinu voru áberandi slakar en þær drifu varla yfir miðjan vallarhelming þeirra og það nýttu íslensku stelpurnar sér vel með fínni pressu. Það vantaði þó eitthvað upp á að íslenska liðið tæki frumkvæðið og valtaði yfir Portúgalana, eitthvað sem þær hefðu svo sannarlega getað gert því getumunurinn á liðunum var greinilegur, íslensku stelpurnar voru fremri í öllum stöðum vallarins. Sóknarleikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik var ágætur, en þó vantaði ákveðið bit, nema þá kannski hjá Margréti Láru. Hún skoraði einmitt eina mark fyrri hálfleiks þegar hún nýtti sér slakan skalla eins varnarmanna Portúgala og skoraði með föstu skoti. Þrátt fyrir að vera einu marki yfir í hálfleik gerðu stelpurnar of mörg mistök og þær gátu í tvígang prísað sig sælar yfir því að þær portúgölsku jöfnuðu ekki. Þóra B. Helgadóttir varði vel eina skot gestanna sem rataði á rammann í leiknum auk þess sem þær fóru illa með annað færi þegar sóknarmaður Portúgala hitti ekki boltann. Leikur íslenska liðsins batnaði til muna í síðari hálfleik og boltinn gekk betur innan liðsins. Íslendingarnir stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda en portúgalska liðið fór varla yfir miðju í síðari hálfleiknum á meðan íslensku stelpurnar gerðu hvað þær gátu til að auka forystu sína. Annað markið stóð á sér og vissa grimmd vantaði til að klára hið dapra portúgalska lið. Það kom þó loksins á 86. mínútu þegar Greta Mjöll skoraði glæsilegt mark beint úr hornspyrnu. Margrét Lára rak svo síðasta naglann í kistu Portúgala með marki í uppbótartíma þegar hún nýtti sér mistök markmanns Portúgala sem náði ekki að halda fyrirgjöf Guðný Bjarkar Óðinsdóttir, sem kom inn á í sínum fyrsta landsleik í gær. Öruggur 3-0 sigur á Portúgal varð því niðurstaðan en stelpurnar eiga að geta gert betur en í gær. Þær eru nú með tíu stig í riðli sínum, ásamt Tékkum sem þær leika gegn á Laugardalsvelli þann 19. ágúst. Svíar eru efstir í riðlinum með þrettán stig en ljóst er að möguleikar Íslands á að komast áfram á HM á næsta ári eru góðir.
Íþróttir Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Sjá meira