Skúta strandaði við Akurey um hádegisbilið í gær. Stýri skútunnar, sem er frönsk, brotnaði þegar hún tók niðri við eyjuna og var björgunarbátur björgunarsveitarinnar Ársæls í Reykjavík sendur á vettvang.
Björgunarmenn komu línu í skútuna og héldu henni til að koma í veg fyrir að verr færi. Ekki var um lífshættu að ræða að sögn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Þegar skútan strandaði var háfjara en þrátt fyrir það náði björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson að fara með hana til hafnar þar sem hún er nú.