Greitt fyrir starfsþjálfun 14. júlí 2006 06:30 Emil B. Karlsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í nefnd menntamálaráðuneytisins um eflingu starfsnáms, segir einn merkilegasta þáttinn í skýrslunni fjalla um aðkomu atvinnulífsins að mótun starfsnáms. Hann telur of lítið hafa farið fyrir þessum þætti í umfjöllun um málið síðustu daga. Emil er verkefnisstjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu og sat fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins í nefndinni. „Mestur krafturinn fór í umræður um að koma upp kerfi sem stuðlaði að því að hvetja atvinnulífið til að stjórna þessu starfsnámi og móta það. Ég held að okkur hafi tekist í þessari nefnd að búa til slíkt kerfi en umfjöllunin í fjölmiðlum hefur meira miðast að skólakerfinu,“ segir Emil. Hann segir núverandi námskrár fyrir starfsnám svo þunglamalegar að það taki jafnvel nokkur ár að fá þær samþykktar því þær hafi reglugerðarígildi. „Þegar þær koma út þá eru þarfir atvinnulífsins kannski orðnar allt öðruvísi. Í tillögunum er gert ráð fyrir því að fulltrúar frá atvinnulífinu verði alltaf með puttana á því að móta námskrár eftir þörfum atvinnulífsins.“ Þetta segir Emil verða gert í gegnum svokölluð starfsgreinaráð. „Þessi starfsgreinaráð eru til núna en það var ákveðið að endurskipuleggja þau. Þeim verði fækkað, þau fái fastara form, þjónustu frá menntayfirvöldum og aukin fjárframlög.“ Önnur nýjung sem Emil bendir á að komi fram í tillögunum er það að greitt verði fyrir vinnustaðanám og -þjálfun. „Núna er það þannig að vinnustaðir sem taka nemendur í þjálfun greiða sjálfir kostnað af því. Við leggjum til að vinnustaðaþjálfunin muni fara fram samkvæmt ákveðnum gæðaviðmiðum og að þá verði líka greitt fyrir hana,“ segir Emil. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Emil B. Karlsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í nefnd menntamálaráðuneytisins um eflingu starfsnáms, segir einn merkilegasta þáttinn í skýrslunni fjalla um aðkomu atvinnulífsins að mótun starfsnáms. Hann telur of lítið hafa farið fyrir þessum þætti í umfjöllun um málið síðustu daga. Emil er verkefnisstjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu og sat fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins í nefndinni. „Mestur krafturinn fór í umræður um að koma upp kerfi sem stuðlaði að því að hvetja atvinnulífið til að stjórna þessu starfsnámi og móta það. Ég held að okkur hafi tekist í þessari nefnd að búa til slíkt kerfi en umfjöllunin í fjölmiðlum hefur meira miðast að skólakerfinu,“ segir Emil. Hann segir núverandi námskrár fyrir starfsnám svo þunglamalegar að það taki jafnvel nokkur ár að fá þær samþykktar því þær hafi reglugerðarígildi. „Þegar þær koma út þá eru þarfir atvinnulífsins kannski orðnar allt öðruvísi. Í tillögunum er gert ráð fyrir því að fulltrúar frá atvinnulífinu verði alltaf með puttana á því að móta námskrár eftir þörfum atvinnulífsins.“ Þetta segir Emil verða gert í gegnum svokölluð starfsgreinaráð. „Þessi starfsgreinaráð eru til núna en það var ákveðið að endurskipuleggja þau. Þeim verði fækkað, þau fái fastara form, þjónustu frá menntayfirvöldum og aukin fjárframlög.“ Önnur nýjung sem Emil bendir á að komi fram í tillögunum er það að greitt verði fyrir vinnustaðanám og -þjálfun. „Núna er það þannig að vinnustaðir sem taka nemendur í þjálfun greiða sjálfir kostnað af því. Við leggjum til að vinnustaðaþjálfunin muni fara fram samkvæmt ákveðnum gæðaviðmiðum og að þá verði líka greitt fyrir hana,“ segir Emil.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira