Landsmenn bítast um laus sæti í sólina 15. júlí 2006 03:30 Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða "Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. MYND/Valgarður Utanlandsferðir „Það er bitist um ferðirnar. Fólk hringir eða kemur til okkar og við reynum að koma til móts við óskirnar eins og hægt er en svo verður þetta bara samvinnuverkefni sem við leysum saman. Aðalatriðið er að ferðirnar séu vandaðar og þrjátíu stiga hiti. Það er það sem fólk spáir í," segir Þorvaldur Sverrisson, markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir sólarlandaferðum síðustu vikur og er víðast uppselt. Þorvaldur segir að venjulega sé farið að hægja á sölunni en þannig sé það ekki nú. „Það er mjög mikil sala og öll pláss rifin út," segir hann. „Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa. Það er lítið til af lausum sætum en fólk vill komast burt frá þessu veðri. Við eigum örfá sæti til en það er allt að klárast. Ég býst við að í næstu viku verði ekkert til fyrr en einhvern tímann í ágúst," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. Þorvaldur segir að miklu hafi verið bætt við af sólarlandaferðum hjá Úrvali-Útsýn frá því í fyrra og fyrir tveimur mánuðum hefði verið reiknað með að það yrði töluvert af lausum sætum. „Við reiknuðum með að það yrði frekar offramboð á markaðnum í sumar, en nú fyllist hver vélin á fætur annarri. Við þurfum að finna gististaði jafnóðum. Það hefur tekist hingað til en það er daglegur barningur að sjá um að fólk geti komist út í sólina," segir hann. Þorvaldur segir heppni ef laust sæti finnist með litlum fyrirvara. Hann rifjar upp að kona ein hafi komið í Úrval-Útsýn nýlega með allar töskur pakkaðar. Hún var komin upp í flugvél tveimur tímum seinna á leið til Mallorca því að sú vél var einmitt að fara í loftið. „Þrátt fyrir gengisbreytingarnar eru ferðir til sólarlanda hagkvæmar. Þessar ferðir verða aldrei jafn dýrar og í gamla daga. Fólk hefur efni á þessu og nú er það farið að fresta sumarfríinu til að komast í fjörið hjá okkur," segir hann. Jenný Clausen, sölufulltrúi hjá Apollo, segir að álagið hafi verið gríðarlegt síðustu vikur og allar vélar nánast fullar. „Fólk biður okkur um að hringja ef eitthvað losnar eða við fáum fleiri herbergi," segir hún. Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Utanlandsferðir „Það er bitist um ferðirnar. Fólk hringir eða kemur til okkar og við reynum að koma til móts við óskirnar eins og hægt er en svo verður þetta bara samvinnuverkefni sem við leysum saman. Aðalatriðið er að ferðirnar séu vandaðar og þrjátíu stiga hiti. Það er það sem fólk spáir í," segir Þorvaldur Sverrisson, markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir sólarlandaferðum síðustu vikur og er víðast uppselt. Þorvaldur segir að venjulega sé farið að hægja á sölunni en þannig sé það ekki nú. „Það er mjög mikil sala og öll pláss rifin út," segir hann. „Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa. Það er lítið til af lausum sætum en fólk vill komast burt frá þessu veðri. Við eigum örfá sæti til en það er allt að klárast. Ég býst við að í næstu viku verði ekkert til fyrr en einhvern tímann í ágúst," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. Þorvaldur segir að miklu hafi verið bætt við af sólarlandaferðum hjá Úrvali-Útsýn frá því í fyrra og fyrir tveimur mánuðum hefði verið reiknað með að það yrði töluvert af lausum sætum. „Við reiknuðum með að það yrði frekar offramboð á markaðnum í sumar, en nú fyllist hver vélin á fætur annarri. Við þurfum að finna gististaði jafnóðum. Það hefur tekist hingað til en það er daglegur barningur að sjá um að fólk geti komist út í sólina," segir hann. Þorvaldur segir heppni ef laust sæti finnist með litlum fyrirvara. Hann rifjar upp að kona ein hafi komið í Úrval-Útsýn nýlega með allar töskur pakkaðar. Hún var komin upp í flugvél tveimur tímum seinna á leið til Mallorca því að sú vél var einmitt að fara í loftið. „Þrátt fyrir gengisbreytingarnar eru ferðir til sólarlanda hagkvæmar. Þessar ferðir verða aldrei jafn dýrar og í gamla daga. Fólk hefur efni á þessu og nú er það farið að fresta sumarfríinu til að komast í fjörið hjá okkur," segir hann. Jenný Clausen, sölufulltrúi hjá Apollo, segir að álagið hafi verið gríðarlegt síðustu vikur og allar vélar nánast fullar. „Fólk biður okkur um að hringja ef eitthvað losnar eða við fáum fleiri herbergi," segir hún.
Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira