Hindrar heimabankaþjófnað 21. júlí 2006 07:00 Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Ástæða þessa er þjófnaðir óprúttinna einstaklinga af reikningum fólks, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Hefur 10 til 15 milljónum verið stolið með þeim hætti að þjófarnir hafa farið inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni af reikningum þeirra. Sú aðferð sem þessir óprúttnu aðilar hafa beitt er að safna lykilorðum fólks með aðstoð tölvuvírusa eða annarra njósnaforrita. Nokkur tími hefur því getað liðið frá því að þjófarnir komust yfir lykilorðin og þar til þeir notuðu þau, segir Guðjón. Hann bætir við að hin síbreytilegu lykilorð verði tekin í almenna notkun í byrjun hausts og muni það gjörbreyta öllu varðandi öryggi heimabanka. Eftir sem áður þurfi fólk að huga vel að vörnum, svo sem vegna verslunar á netinu. Þessi síðustu tilvik, sem nefnd eru í samantekt Fréttablaðsins og eru nýlega komin upp, þar sem notuð voru SMS-skilaboð til að nálgast upplýsingar um aðgangsorð að reikningum fólks, sýna enn og aftur hversu mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart öllum gylliboðum. Við vöruðum strax í fyrrahaust sterklega við boðum til fólks um að framkvæma einhverjar ákveðnar aðgerðir í tölvum sínum, segir Guðjón. Spurður hvort tilraunir hefðu verið gerðar til að brjótast inn í tölvukerfi bankanna hér staðfesti hann að það hefði gerst, en aldrei tekist. Það væri alþekkt vandamál erlendis en varnarveggir þessara tölvukerfa væru svo öflugir að ógerlegt ætti að vera að komast inn í þau. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Ástæða þessa er þjófnaðir óprúttinna einstaklinga af reikningum fólks, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Hefur 10 til 15 milljónum verið stolið með þeim hætti að þjófarnir hafa farið inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni af reikningum þeirra. Sú aðferð sem þessir óprúttnu aðilar hafa beitt er að safna lykilorðum fólks með aðstoð tölvuvírusa eða annarra njósnaforrita. Nokkur tími hefur því getað liðið frá því að þjófarnir komust yfir lykilorðin og þar til þeir notuðu þau, segir Guðjón. Hann bætir við að hin síbreytilegu lykilorð verði tekin í almenna notkun í byrjun hausts og muni það gjörbreyta öllu varðandi öryggi heimabanka. Eftir sem áður þurfi fólk að huga vel að vörnum, svo sem vegna verslunar á netinu. Þessi síðustu tilvik, sem nefnd eru í samantekt Fréttablaðsins og eru nýlega komin upp, þar sem notuð voru SMS-skilaboð til að nálgast upplýsingar um aðgangsorð að reikningum fólks, sýna enn og aftur hversu mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart öllum gylliboðum. Við vöruðum strax í fyrrahaust sterklega við boðum til fólks um að framkvæma einhverjar ákveðnar aðgerðir í tölvum sínum, segir Guðjón. Spurður hvort tilraunir hefðu verið gerðar til að brjótast inn í tölvukerfi bankanna hér staðfesti hann að það hefði gerst, en aldrei tekist. Það væri alþekkt vandamál erlendis en varnarveggir þessara tölvukerfa væru svo öflugir að ógerlegt ætti að vera að komast inn í þau.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira