Erfitt að staðsetja notendur netsíma 21. júlí 2006 07:00 Nútímafjarskiptabúnaður Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kröfðust þess í stjórnsýslukæru að brábirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí, um flutning á símanúmerum, yrði felld úr gildi. MYND/Stefán Í stjórnsýslukæru sem barst til nefndar Póst- og fjarskiptastofnunar 6. júní segir að erfiðlega geti gengið að rekja símtöl í netþjónustu og á þeim forsendum geti Ríkislögreglustjóri og Neyðarlína átt í erfiðleikum með að sinna störfum sínum með eðlilegum hætti. Í kærunni segir meðal annars að miklir „löggæslu- og rannsóknarhagsmunir séu í húfi“, þar sem „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, ef notendum yrði það í sjálfsvald sett hvort símar þeirra yrðu í skráðir innan eða utan staðsetningakerfisins. Hinn 8. maí ákvað Póst- og fjarskiptastofnun að Símanum hf. væri óheimilt að synja Atlassíma ehf. um númeraflutninga á grundvelli þeirra sjónarmiða sem síðarnefnda félagið hélt fram. Í ákvörðunarorðum segir „að Símanum hf. beri að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. þegar um það berst umsókn sem fullnægir kröfum þess verkferils sem gildir um númeraflutning á fastanetinu.“ Ákvörðunin var tekin í deilumáli sem sprottið var af athugasemdum Símans hf. við því að ekki kæmi fram í umsókn Atlassíma ehf. hvar símanúmerið skyldi skráð. Af hálfu Símans var vísað til þess, að ef viðskiptavinur Atlassíma kysi að nálgast þjónustu um annað internetsamband „væri það mögulegt án tillits til nefndra félaga.“ Síminn taldi á þessum forsendum, væri Atlassíma óheimilt að flytja númer til annarra en þeirra „sem tengja þau yfir heimataug, það er með skráningu á tiltekinn stað“, eins og segir orðrétt í stjórnsýslukæru. Sérstaklega er frá því greint í kæru, og ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, að notendur „sem kaupa svokallaða flökkuþjónustu“, en þá er engin föst staðsetning skráð og gengið út frá því að notandinn geti tengst þjónustunni hvar sem er, komist hann í internetsamband, að það geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsíma. Póst- og fjarskiptastofnun lagði áherslu á það þegar ákvörðunin var tekin að fjarskiptafyrirtæki þyrftu að gera notendum sínum grein fyrir þeirri hættu sem gæti skapast af því að nota netsíma. Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í stjórnsýslukæru sem barst til nefndar Póst- og fjarskiptastofnunar 6. júní segir að erfiðlega geti gengið að rekja símtöl í netþjónustu og á þeim forsendum geti Ríkislögreglustjóri og Neyðarlína átt í erfiðleikum með að sinna störfum sínum með eðlilegum hætti. Í kærunni segir meðal annars að miklir „löggæslu- og rannsóknarhagsmunir séu í húfi“, þar sem „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, ef notendum yrði það í sjálfsvald sett hvort símar þeirra yrðu í skráðir innan eða utan staðsetningakerfisins. Hinn 8. maí ákvað Póst- og fjarskiptastofnun að Símanum hf. væri óheimilt að synja Atlassíma ehf. um númeraflutninga á grundvelli þeirra sjónarmiða sem síðarnefnda félagið hélt fram. Í ákvörðunarorðum segir „að Símanum hf. beri að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. þegar um það berst umsókn sem fullnægir kröfum þess verkferils sem gildir um númeraflutning á fastanetinu.“ Ákvörðunin var tekin í deilumáli sem sprottið var af athugasemdum Símans hf. við því að ekki kæmi fram í umsókn Atlassíma ehf. hvar símanúmerið skyldi skráð. Af hálfu Símans var vísað til þess, að ef viðskiptavinur Atlassíma kysi að nálgast þjónustu um annað internetsamband „væri það mögulegt án tillits til nefndra félaga.“ Síminn taldi á þessum forsendum, væri Atlassíma óheimilt að flytja númer til annarra en þeirra „sem tengja þau yfir heimataug, það er með skráningu á tiltekinn stað“, eins og segir orðrétt í stjórnsýslukæru. Sérstaklega er frá því greint í kæru, og ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, að notendur „sem kaupa svokallaða flökkuþjónustu“, en þá er engin föst staðsetning skráð og gengið út frá því að notandinn geti tengst þjónustunni hvar sem er, komist hann í internetsamband, að það geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsíma. Póst- og fjarskiptastofnun lagði áherslu á það þegar ákvörðunin var tekin að fjarskiptafyrirtæki þyrftu að gera notendum sínum grein fyrir þeirri hættu sem gæti skapast af því að nota netsíma.
Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira