Valið stendur á milli krónu og ESB-aðildar 26. júlí 2006 06:00 Hafliði Helgason skrifar Að mati nýrrar skýrslu Viðskiptaráðs, Krónan og atvinnulífið, sem kemur út í dag eru aðeins tveir raunhæfir kostir í skipan gengismála til framtíðar. Annar er núverandi fyrirkomulag með fljótandi krónu í opnu hagkerfi. Hinn er upptaka evru með fullri aðild að myntbandalagi Evrópu og þar með inngöngu í Evrópusambandið. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á það að skipan gengismála leysi ekki þann hagstjórnarvanda sem við er að glíma í dag. Þvert á móti sé aukin samræming og ábyrg hagstjórn forsenda þess að þjóðin hafi raunverulegt val um hver lögeyrir þjóðarinnar verði þegar til framtíðar sé horft. Stór hópur fólks kom að gerð skýrslunnar. Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands, segir það hafa verið metnaðarmál að breiður hópur kæmi að gerð skýrslunnar. "Það sem við vildum fá fram er að góð umræða um krónuna og gjaldeyrismálin og hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Ísland og Íslendinga skapaðist. Við hlaupum ekki að niðurstöðu, heldur viljum við fá vel mótaða umræðu um efnið." Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, fór fyrir hópnum og skrifaði skýrsluna ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs. Í skýrslunni er farið gaumgæfilega yfir reynsluna af krónunni undanfarin ár og hvernig til hefur tekist í stjórn peningamála og hagstjórn almennt. Ólafur segir ýmislegt hindra að miðlun peningastefnunnar hafi náð fram að ganga sem skyldi. Í skýrslunni er einnig kallað eftir fastari tökum í ríkisfjármálum og aukinni samræmingu í hagstjórn. Sjónum er þar meðal annars beint að sveitarfélögunum en fjármunir sem fara um hendur þeirra hafa vaxið undanfarin ár. "Hagstjórnarlegri ábyrgð sem því fylgir hefur kannski ekki verið nægjanlega mikill gaumur gefinn. Við sýnum fram á þráfelldan og allt að því stórfelldan hallarekstur á ýmsum mikilvægum sveitarfélögum," segir Ólafur. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á að evra leysi ekki þann vanda sem hagstjórn á Íslandi glímir við um þessar mundir. "Til þess að Íslendingar geti átt raunhæft val milli þessara tveggja kosta þarf skipan og stjórn efnahagsmála að vera með þeim hætti að hún sé til þess fallin að stuðla hér að jafnvægi. Fram hjá því verður ekki komist ef menn ætla að eiga þetta val. Það er von okkar að í þessari skýrslu sé tekið saman efni sem sé til þess fallið að stuðla að málefnalegri, faglegri og uppbyggilegri umræðu um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi." Sjá nánar úttekt í miðopnu Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Hafliði Helgason skrifar Að mati nýrrar skýrslu Viðskiptaráðs, Krónan og atvinnulífið, sem kemur út í dag eru aðeins tveir raunhæfir kostir í skipan gengismála til framtíðar. Annar er núverandi fyrirkomulag með fljótandi krónu í opnu hagkerfi. Hinn er upptaka evru með fullri aðild að myntbandalagi Evrópu og þar með inngöngu í Evrópusambandið. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á það að skipan gengismála leysi ekki þann hagstjórnarvanda sem við er að glíma í dag. Þvert á móti sé aukin samræming og ábyrg hagstjórn forsenda þess að þjóðin hafi raunverulegt val um hver lögeyrir þjóðarinnar verði þegar til framtíðar sé horft. Stór hópur fólks kom að gerð skýrslunnar. Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands, segir það hafa verið metnaðarmál að breiður hópur kæmi að gerð skýrslunnar. "Það sem við vildum fá fram er að góð umræða um krónuna og gjaldeyrismálin og hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Ísland og Íslendinga skapaðist. Við hlaupum ekki að niðurstöðu, heldur viljum við fá vel mótaða umræðu um efnið." Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, fór fyrir hópnum og skrifaði skýrsluna ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs. Í skýrslunni er farið gaumgæfilega yfir reynsluna af krónunni undanfarin ár og hvernig til hefur tekist í stjórn peningamála og hagstjórn almennt. Ólafur segir ýmislegt hindra að miðlun peningastefnunnar hafi náð fram að ganga sem skyldi. Í skýrslunni er einnig kallað eftir fastari tökum í ríkisfjármálum og aukinni samræmingu í hagstjórn. Sjónum er þar meðal annars beint að sveitarfélögunum en fjármunir sem fara um hendur þeirra hafa vaxið undanfarin ár. "Hagstjórnarlegri ábyrgð sem því fylgir hefur kannski ekki verið nægjanlega mikill gaumur gefinn. Við sýnum fram á þráfelldan og allt að því stórfelldan hallarekstur á ýmsum mikilvægum sveitarfélögum," segir Ólafur. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á að evra leysi ekki þann vanda sem hagstjórn á Íslandi glímir við um þessar mundir. "Til þess að Íslendingar geti átt raunhæft val milli þessara tveggja kosta þarf skipan og stjórn efnahagsmála að vera með þeim hætti að hún sé til þess fallin að stuðla hér að jafnvægi. Fram hjá því verður ekki komist ef menn ætla að eiga þetta val. Það er von okkar að í þessari skýrslu sé tekið saman efni sem sé til þess fallið að stuðla að málefnalegri, faglegri og uppbyggilegri umræðu um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi." Sjá nánar úttekt í miðopnu
Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira