Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2025 10:09 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að stundvísi hafi verið góð framan af október en mikil snjókoma í lok mánaðarins gert það að verkum að stundvísi minnkaði milli ára. Vísir/Vilhelm Icelandair flutti alls 464 þúsund farþega í október sem er aukning um 14 prósenta milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 20 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 31 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar. Þar segir að í mánuðinum hafi 37 prósent farþega verið á leið til Íslands, 20 prósent frá Íslandi, 38 prósent voru tengifarþegar og 5 prósent ferðuðust innanlands. „Sætanýting nam 85,0% og stundvísi var 81,4%, sem er lækkun um 3,1 prósentustig samanborið við síðasta ár, vegna mikillar snjókomu í lok mánaðarins sem olli umtalsverðum röskunum á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli yfir tveggja daga tímabil. Það sem af er ári hafa 4,4 milljónir farþega flogið með Icelandair, sem eru 8% fleiri en á sama tímabili í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Farþegum virðist því fjölga og töluverður vöxtur hjá félaginu sem sagði upp 38 starfsmönnum á skrifstofu á þriðjudaginn. Bogi Nils Bogason forstjóri skammaði ríkisstjórnina vegna stöðu sem komin væri upp í ferðaþjónustu og sagði ríkisstjórnina þurfa að fara í þveröfuga átt við fyrri plön. Leiguflugsstarfsemin hélt áfram að vaxa með 25% aukningu í seldum blokktímum á milli ára. Fraktflutningar, mældir í tonnkílómetrum, drógust saman um 22% en samdrátturinn í fluttum tonnum nam 11% og skýrist munurinn þar á milli af breytingu á markaðssamsetningu. Flutt magn hefur dregist saman á lengri leiðum til Norður-Ameríku, á meðan innflutningur hefur aukist um 12% á styttri leiðum frá Evrópu. Kolefnislosun á hvern tonnkílómetra dróst saman um 4%, vegna hærra hlutfalls eyðslugrennri flugvéla í flotanum,“ segir í tilkynningunni. Vilja jafna árstíðasveiflu Haft er eftir Boga Nils forstjóra að farþegum hafi fjölgað umtalsvert í október sem sé í takt við áherslu félagsins á að vaxa utan háannar og þannig jafna árstíðasveiflu í rekstrinum. „Það er einnig mjög ánægjulegt að sjá að áherslur okkar á markaðina til og frá landinu halda áfram að skila árangri. Stundvísi var góð framan af október en mikil snjókoma í lok mánaðarins gerði það að verkum að stundvísi minnkaði milli ára. Ég vil þakka starfsfólki félagsins sem lögðust öll á eitt við erfiðar og óvenjulegar aðstæður á þessum árstíma. Því miður neyddumst við til þess að aflýsa fjölda flugferða vegna þessara aðstæðna. Í mánuðinum kynntum við Miami í Flórída sem nýjan áfangastað og er það í takt við áherslur okkar á að auka flug yfir vetrartímann til áfangastaða sem eru vinsælir utan okkar háannatíma. Miami er spennandi áfangastaður fyrir Íslendinga og aðra Evrópubúa en jafnframt sjáum við mikil tækifæri í að kynna flug til Íslands og áfram til Evrópu fyrir fólki í suðurhluta Flórída,“ segir Borgi Nils. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðaþjónusta Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar. Þar segir að í mánuðinum hafi 37 prósent farþega verið á leið til Íslands, 20 prósent frá Íslandi, 38 prósent voru tengifarþegar og 5 prósent ferðuðust innanlands. „Sætanýting nam 85,0% og stundvísi var 81,4%, sem er lækkun um 3,1 prósentustig samanborið við síðasta ár, vegna mikillar snjókomu í lok mánaðarins sem olli umtalsverðum röskunum á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli yfir tveggja daga tímabil. Það sem af er ári hafa 4,4 milljónir farþega flogið með Icelandair, sem eru 8% fleiri en á sama tímabili í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Farþegum virðist því fjölga og töluverður vöxtur hjá félaginu sem sagði upp 38 starfsmönnum á skrifstofu á þriðjudaginn. Bogi Nils Bogason forstjóri skammaði ríkisstjórnina vegna stöðu sem komin væri upp í ferðaþjónustu og sagði ríkisstjórnina þurfa að fara í þveröfuga átt við fyrri plön. Leiguflugsstarfsemin hélt áfram að vaxa með 25% aukningu í seldum blokktímum á milli ára. Fraktflutningar, mældir í tonnkílómetrum, drógust saman um 22% en samdrátturinn í fluttum tonnum nam 11% og skýrist munurinn þar á milli af breytingu á markaðssamsetningu. Flutt magn hefur dregist saman á lengri leiðum til Norður-Ameríku, á meðan innflutningur hefur aukist um 12% á styttri leiðum frá Evrópu. Kolefnislosun á hvern tonnkílómetra dróst saman um 4%, vegna hærra hlutfalls eyðslugrennri flugvéla í flotanum,“ segir í tilkynningunni. Vilja jafna árstíðasveiflu Haft er eftir Boga Nils forstjóra að farþegum hafi fjölgað umtalsvert í október sem sé í takt við áherslu félagsins á að vaxa utan háannar og þannig jafna árstíðasveiflu í rekstrinum. „Það er einnig mjög ánægjulegt að sjá að áherslur okkar á markaðina til og frá landinu halda áfram að skila árangri. Stundvísi var góð framan af október en mikil snjókoma í lok mánaðarins gerði það að verkum að stundvísi minnkaði milli ára. Ég vil þakka starfsfólki félagsins sem lögðust öll á eitt við erfiðar og óvenjulegar aðstæður á þessum árstíma. Því miður neyddumst við til þess að aflýsa fjölda flugferða vegna þessara aðstæðna. Í mánuðinum kynntum við Miami í Flórída sem nýjan áfangastað og er það í takt við áherslur okkar á að auka flug yfir vetrartímann til áfangastaða sem eru vinsælir utan okkar háannatíma. Miami er spennandi áfangastaður fyrir Íslendinga og aðra Evrópubúa en jafnframt sjáum við mikil tækifæri í að kynna flug til Íslands og áfram til Evrópu fyrir fólki í suðurhluta Flórída,“ segir Borgi Nils.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðaþjónusta Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Sjá meira