Lyfið Glivec getur valdið hjartabilun 27. júlí 2006 07:30 LYF Upplýsingar á fylgiseðlum lyfja sem seld eru á Íslandi eru ekki í öllum tilfellum tæmandi. MYND/Nordicphotos/Getty Images Lyfið Glivec, sem er gefið hér á landi við hvítblæði, getur skemmt hjartavöðvavef og valdið alvarlegri hjartabilun, samkvæmt nýrri rannsókn Thomas Jefferson-háskólans í Fíladelfíu. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að tíu sjúklingar sem tóku þátt í rannsókninni og höfðu ekki átt við hjartatengda kvilla að etja, reyndust með hjartabilun eftir Glivec-lyfjameðferð. Á íslenskum fylgiseðli lyfsins er varað við notkun þess til þeirra sem hafa nú þegar greinst með hjartasjúkdóm, en ekki sagt að lyfið geti mögulega stuðlað að hjartasjúkdómum. Þar, og á vinsælum íslenskum heimasíðum, t.d. doktor.is, er algengustu aukaverkunum lyfsins lýst sem vægri ógleði og uppköstum. Björg Árnadóttir, markaðsstjóri Novartis, sem selur lyfið á Íslandi, segir að vitað hafi verið um hjartaeitrandi áhrif lyfsins síðan í september 2005 og að minnst sé á þau í ákveðinni samantekt um eiginleika lyfsins, þótt ekki sé það gert á fylgiseðlinum sjálfum. Samantektin sé aðgengileg almenningi. Björg sagði jafnframt að Novartis sæi ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við að svo stöddu, enda geti fyrirtækið ekki breytt fylgiseðlum, nema ákvörðun um það komi frá EMEA, Lyfjastofnun Evrópu. Lars Damstrup, sérfræðingur Novartis í Danmörku, tekur í sama streng og segir ekkert nýtt í rannsókninni; að hjartabilun vegna lyfsins sé „afar fágæt“ meðan jákvæð áhrif lyfsins séu „feikilega mikil“. Lyfið er eftir sem áður talið vera eitt besta lyf gegn hvítblæði sem til er og Dr. Thomas Force, sem stýrði bandarísku rannsókninni, tók fram að honum þætti lyfið „afbragðsgott“ og að sjúklingar sem þyrftu á því að halda ættu ekki að hætta á því að órannsökuðu máli. Innlent Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Lyfið Glivec, sem er gefið hér á landi við hvítblæði, getur skemmt hjartavöðvavef og valdið alvarlegri hjartabilun, samkvæmt nýrri rannsókn Thomas Jefferson-háskólans í Fíladelfíu. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að tíu sjúklingar sem tóku þátt í rannsókninni og höfðu ekki átt við hjartatengda kvilla að etja, reyndust með hjartabilun eftir Glivec-lyfjameðferð. Á íslenskum fylgiseðli lyfsins er varað við notkun þess til þeirra sem hafa nú þegar greinst með hjartasjúkdóm, en ekki sagt að lyfið geti mögulega stuðlað að hjartasjúkdómum. Þar, og á vinsælum íslenskum heimasíðum, t.d. doktor.is, er algengustu aukaverkunum lyfsins lýst sem vægri ógleði og uppköstum. Björg Árnadóttir, markaðsstjóri Novartis, sem selur lyfið á Íslandi, segir að vitað hafi verið um hjartaeitrandi áhrif lyfsins síðan í september 2005 og að minnst sé á þau í ákveðinni samantekt um eiginleika lyfsins, þótt ekki sé það gert á fylgiseðlinum sjálfum. Samantektin sé aðgengileg almenningi. Björg sagði jafnframt að Novartis sæi ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við að svo stöddu, enda geti fyrirtækið ekki breytt fylgiseðlum, nema ákvörðun um það komi frá EMEA, Lyfjastofnun Evrópu. Lars Damstrup, sérfræðingur Novartis í Danmörku, tekur í sama streng og segir ekkert nýtt í rannsókninni; að hjartabilun vegna lyfsins sé „afar fágæt“ meðan jákvæð áhrif lyfsins séu „feikilega mikil“. Lyfið er eftir sem áður talið vera eitt besta lyf gegn hvítblæði sem til er og Dr. Thomas Force, sem stýrði bandarísku rannsókninni, tók fram að honum þætti lyfið „afbragðsgott“ og að sjúklingar sem þyrftu á því að halda ættu ekki að hætta á því að órannsökuðu máli.
Innlent Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira