Skrúfað fyrir bloggið 27. júlí 2006 05:00 Össur Skarphéðinsson er einn af iðnari stjórnmálabloggurum landsins. Hætt er við að nokkurt hlé verði á pistlum hans á næstunni því kappinn er kominn í frí til Mæjorku suður í Miðjarðarhafi. Fram kemur á heimasíðu Össurar að eiginkona hans, dr. Árný Sveinbjörnsdóttir, hafi bannað honum að sinna stjórnmálum þarna suður frá og að hún hafi hlegið við þegar hann uppgötvaði að símasamband frá gististaðnum væri slitrótt. En til öryggis tók hún símann af eiginmanninum! Gleymdu að boða ráðherrann Húsavíkurhátíð stendur nú sem hæst og var margt fyrirmenna viðstatt opnun hátíðarinnar, þar á meðal forseti Íslands. Samkvæmt dagskrá hátíðarinnar átti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að setja hátíðina enda fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hana var hins vegar hvergi að sjá við opnunina og segja þeir fréttanösku menn á miðlinum Skarpi að það hafi ekki stafað af ókurteisi ráðherrans í garð Húsvíkinga, né annríki vegna embættisstarfa. Skýringin var einfaldlega sú að það gleymdist að boða Valgerði! Er hætt við að forsvarsmenn bæjarins verði hálfkindarlegir næst þegar þeir hitta ráðherrann. Friðfinnur talinn líklegastur Annars eru Húsvíkingar og nærsveitamenn aðallega að velta því fyrir sér þessa dagana hver verði bæjarstjóri nýja sveitarfélagsins Norðurþings. Múgur og margmenni sótti um stöðuna líkt og aðrar bæjarstjórastöður að undanförnu og þar á meðal eru menn sem virðast hafa sótt um allar stjórastöður sem losnað hafa á landinu í sumar. Má þar nefna Guðmund Rúnar Svavarsson og Róbert Trausta Árnason. Þeir hafa varla erindi sem erfiði þarna nyrðra heldur því flestir heimamenn telja víst að Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, hljóti hnossið enda sé hann vel að starfinu kominn og réttu megin í pólitíkinni aukinheldur. Innlent Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Össur Skarphéðinsson er einn af iðnari stjórnmálabloggurum landsins. Hætt er við að nokkurt hlé verði á pistlum hans á næstunni því kappinn er kominn í frí til Mæjorku suður í Miðjarðarhafi. Fram kemur á heimasíðu Össurar að eiginkona hans, dr. Árný Sveinbjörnsdóttir, hafi bannað honum að sinna stjórnmálum þarna suður frá og að hún hafi hlegið við þegar hann uppgötvaði að símasamband frá gististaðnum væri slitrótt. En til öryggis tók hún símann af eiginmanninum! Gleymdu að boða ráðherrann Húsavíkurhátíð stendur nú sem hæst og var margt fyrirmenna viðstatt opnun hátíðarinnar, þar á meðal forseti Íslands. Samkvæmt dagskrá hátíðarinnar átti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að setja hátíðina enda fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hana var hins vegar hvergi að sjá við opnunina og segja þeir fréttanösku menn á miðlinum Skarpi að það hafi ekki stafað af ókurteisi ráðherrans í garð Húsvíkinga, né annríki vegna embættisstarfa. Skýringin var einfaldlega sú að það gleymdist að boða Valgerði! Er hætt við að forsvarsmenn bæjarins verði hálfkindarlegir næst þegar þeir hitta ráðherrann. Friðfinnur talinn líklegastur Annars eru Húsvíkingar og nærsveitamenn aðallega að velta því fyrir sér þessa dagana hver verði bæjarstjóri nýja sveitarfélagsins Norðurþings. Múgur og margmenni sótti um stöðuna líkt og aðrar bæjarstjórastöður að undanförnu og þar á meðal eru menn sem virðast hafa sótt um allar stjórastöður sem losnað hafa á landinu í sumar. Má þar nefna Guðmund Rúnar Svavarsson og Róbert Trausta Árnason. Þeir hafa varla erindi sem erfiði þarna nyrðra heldur því flestir heimamenn telja víst að Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, hljóti hnossið enda sé hann vel að starfinu kominn og réttu megin í pólitíkinni aukinheldur.
Innlent Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira