KSÍ herðir refsingar fyrir fordóma 3. ágúst 2006 11:30 sameinast gegn fordómum Eldheitir stuðningsmenn Keflavíkur, Pumasveitin, bjó til þennan borða til að ítreka andúð sína á kynþáttahatri og flagga þeir borðanum á öllum leikjum sem þeir mæta á í sumar. MYND/jón örvar Leikmenn sem verða uppvísir af kynþáttahatri í leikjum á Íslandi gætu átt yfir höfði sér allt að fimm leikja bann fyrir athæfið sem og háa fjársekt. FIFA hefur ákveðið að herða reglur gegn kynþáttafordómum sem virðast vera að gera vart við sig í auknum mæli, hvort sem er á Íslandi eða í öðrum leikjum í deildum Evrópu. FIFA hefur varað knattspyrnusambönd við því að þau fái bönn ef þau gerðu ekki reglur sínar hvað varðar kynþáttafordóma. Sepp Blatter, forseti FIFA, greindi frá því á meðan á HM stóð að reglur sem kveða meðal annars á um að félög missi stig ef stuðningsmenn liðsins sýna kynþáttafordóma, væri skyldugt að innleiða en knattspyrnusamband KSÍ mun fylgja þeim reglum. "Það er alveg ljóst að við munu herða reglurnar, FIFA gáfu KSÍ ströng fyrirmæli eins og öðrum. Þetta átti að taka gildi á heimsvísu þann 1. júlí en því var síðan breytt en KSÍ hefur verið gefinn frestur til að taka upp nýjar reglur þar sem tímabilið okkar er enn í gangi. Það er skylda að koma þessu á og því munum við leiða þetta inn í okkar reglur," sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ við Fréttablaðið í gær. Leikmaður sem móðgar andstæðing sinn þannig að það varði litarhátt hans, kynþátt eða trú eiga von á löngu keppnisbanni í leikjum á vegum UEFA en hvaða reglur KSÍ setur á eftir að koma í ljós. UEFA hefur þegar hert reglurnar en ef stuðningsmenn liða heyrast vera með kynþáttafordóma fá þeir sekt, þá minnstu 13.000 pund, um 1,8 milljón króna en til viðmiðunar er hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur. Hana fengu Íslandsmeistarar FH á dögunum þegar stuðningsmenn þeirra urðu uppvísir af kynþáttafordómum. Auk þess sem UEFA getur lokað leikvangnum, tekið stig af liðinu og í ítrekuðum tilfellum og þeim verstu, dæmt félag úr keppni. "Við munum líta til kollega okkar á Norðurlöndunum og ræða við þá um það hvenig þeir munu koma þessu að í sínum reglum. Refsingar FIFA, sektarlega séð, eru ekki í samræmi við íslenska boltann. Ég veit ekki hvernig þetta verður að lokum hjá okkur en það er ljóst að við þurfum að fylgja nýjum reglum FIFA og aðlaga okkur að þeim eftir bestu getu. Það eru fundir framundan á Norðurlöndunum þar sem þessi mál verða rædd en við þurfum að finna okkar flöt á sektarfjárhæðunum," sagði framkvæmdarstjórinn. Í sumar hafa komið upp tvö mál tengd kynþáttafordómum sem virðast vera að aukast á Íslandi. "Hvort auknar refsingar leiði til betra umhverfis eða réttlátari heims í þessu það er ég ekki viss um," bætti Geir við en ljóst er að margir eru ósáttir við hversu vægar refsingar KSÍ eru hvað kynþáttafordóma varðar. Íþróttir Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
Leikmenn sem verða uppvísir af kynþáttahatri í leikjum á Íslandi gætu átt yfir höfði sér allt að fimm leikja bann fyrir athæfið sem og háa fjársekt. FIFA hefur ákveðið að herða reglur gegn kynþáttafordómum sem virðast vera að gera vart við sig í auknum mæli, hvort sem er á Íslandi eða í öðrum leikjum í deildum Evrópu. FIFA hefur varað knattspyrnusambönd við því að þau fái bönn ef þau gerðu ekki reglur sínar hvað varðar kynþáttafordóma. Sepp Blatter, forseti FIFA, greindi frá því á meðan á HM stóð að reglur sem kveða meðal annars á um að félög missi stig ef stuðningsmenn liðsins sýna kynþáttafordóma, væri skyldugt að innleiða en knattspyrnusamband KSÍ mun fylgja þeim reglum. "Það er alveg ljóst að við munu herða reglurnar, FIFA gáfu KSÍ ströng fyrirmæli eins og öðrum. Þetta átti að taka gildi á heimsvísu þann 1. júlí en því var síðan breytt en KSÍ hefur verið gefinn frestur til að taka upp nýjar reglur þar sem tímabilið okkar er enn í gangi. Það er skylda að koma þessu á og því munum við leiða þetta inn í okkar reglur," sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ við Fréttablaðið í gær. Leikmaður sem móðgar andstæðing sinn þannig að það varði litarhátt hans, kynþátt eða trú eiga von á löngu keppnisbanni í leikjum á vegum UEFA en hvaða reglur KSÍ setur á eftir að koma í ljós. UEFA hefur þegar hert reglurnar en ef stuðningsmenn liða heyrast vera með kynþáttafordóma fá þeir sekt, þá minnstu 13.000 pund, um 1,8 milljón króna en til viðmiðunar er hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur. Hana fengu Íslandsmeistarar FH á dögunum þegar stuðningsmenn þeirra urðu uppvísir af kynþáttafordómum. Auk þess sem UEFA getur lokað leikvangnum, tekið stig af liðinu og í ítrekuðum tilfellum og þeim verstu, dæmt félag úr keppni. "Við munum líta til kollega okkar á Norðurlöndunum og ræða við þá um það hvenig þeir munu koma þessu að í sínum reglum. Refsingar FIFA, sektarlega séð, eru ekki í samræmi við íslenska boltann. Ég veit ekki hvernig þetta verður að lokum hjá okkur en það er ljóst að við þurfum að fylgja nýjum reglum FIFA og aðlaga okkur að þeim eftir bestu getu. Það eru fundir framundan á Norðurlöndunum þar sem þessi mál verða rædd en við þurfum að finna okkar flöt á sektarfjárhæðunum," sagði framkvæmdarstjórinn. Í sumar hafa komið upp tvö mál tengd kynþáttafordómum sem virðast vera að aukast á Íslandi. "Hvort auknar refsingar leiði til betra umhverfis eða réttlátari heims í þessu það er ég ekki viss um," bætti Geir við en ljóst er að margir eru ósáttir við hversu vægar refsingar KSÍ eru hvað kynþáttafordóma varðar.
Íþróttir Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira