Þungur róður framundan hjá Öster 4. ágúst 2006 09:30 Helgi Valur Daníelsson leikmaður Öster í Svíþjóð. Helgi Valur Daníelsson er loksins byrjaður að spila með sænska úrvalsdeildarliðinu Öster á nýjan leik en hann var frá í þrjá mánuði vegna meiðsla í nára. Meiðslin ná reyndar mun lengra aftur þar sem hann lék flesta leiki liðsins áður en deildin fór í HM-frí meiddur á nára. "Þetta voru álagsmeiðsli sem urðu bara verri og verri með hverjum leiknum. Ég fann fyrir verki áður en tímabilið hófst en spilaði engu að síður flesta leiki liðsins í vor," sagði Helgi Valur við Fréttablaðið en þar til á mánudagskvöldið hafði hann verið frá vegna meiðslanna í þrjá mánuði. Öster lék þá á útivelli gegn Emil Hallfreðssyni og félögum í Malmö FF. "Við töpuðum nú leiknum 2-0 en að öðru leyti gekk mér ágætlega. Ég gat spilað allan leikinn og var alveg laus við verkinn. Ég var svolítið stífur eftir leikinn en það voru þó engin meiðsli." Þess má geta að Emil var einnig í byrjunarliði Malmö. Helgi Valur gekk til liðs við Öster frá Fylki nú fyrr á árinu en liðið komst upp úr sænsku 1. deildinni síðastliðið haust. Liðið hefur aðeins náð einum sigri það sem af er tímabilinu og er í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig. "Það var vitað að þetta yrði erfitt fyrir okkur en við eigum samt sem áður að vera búnir að vinna fleiri leiki. Í næstu viku spilum við tvo leiki í röð gegn Halmstad sem er með fimm stiga forskot á okkur eins og er og því mikilvægt að ná stigum úr þeim leikjum. Svo getum við komist í undanúrslit bikarkeppninnar ef við vinnum 1. deildarliðið Väsby sem yrði þá ágætur bónus," sagði Helgi Valur í gær en Fréttablaðið ræddi við hann áður en leikurinn fór fram. Íþróttir Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sjá meira
Helgi Valur Daníelsson er loksins byrjaður að spila með sænska úrvalsdeildarliðinu Öster á nýjan leik en hann var frá í þrjá mánuði vegna meiðsla í nára. Meiðslin ná reyndar mun lengra aftur þar sem hann lék flesta leiki liðsins áður en deildin fór í HM-frí meiddur á nára. "Þetta voru álagsmeiðsli sem urðu bara verri og verri með hverjum leiknum. Ég fann fyrir verki áður en tímabilið hófst en spilaði engu að síður flesta leiki liðsins í vor," sagði Helgi Valur við Fréttablaðið en þar til á mánudagskvöldið hafði hann verið frá vegna meiðslanna í þrjá mánuði. Öster lék þá á útivelli gegn Emil Hallfreðssyni og félögum í Malmö FF. "Við töpuðum nú leiknum 2-0 en að öðru leyti gekk mér ágætlega. Ég gat spilað allan leikinn og var alveg laus við verkinn. Ég var svolítið stífur eftir leikinn en það voru þó engin meiðsli." Þess má geta að Emil var einnig í byrjunarliði Malmö. Helgi Valur gekk til liðs við Öster frá Fylki nú fyrr á árinu en liðið komst upp úr sænsku 1. deildinni síðastliðið haust. Liðið hefur aðeins náð einum sigri það sem af er tímabilinu og er í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig. "Það var vitað að þetta yrði erfitt fyrir okkur en við eigum samt sem áður að vera búnir að vinna fleiri leiki. Í næstu viku spilum við tvo leiki í röð gegn Halmstad sem er með fimm stiga forskot á okkur eins og er og því mikilvægt að ná stigum úr þeim leikjum. Svo getum við komist í undanúrslit bikarkeppninnar ef við vinnum 1. deildarliðið Väsby sem yrði þá ágætur bónus," sagði Helgi Valur í gær en Fréttablaðið ræddi við hann áður en leikurinn fór fram.
Íþróttir Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki