Aðstandendur eru sáttir 8. ágúst 2006 07:30 Fjör í laugardalnum Ekki lögðu allir land undir fót en um 5.000 manns komu saman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal þar sem Stuðmenn héldu uppi fjörinu. MYND/Daniel verslunarmannahelgin Að sögn Braga Bergmann, talsmanns Vina Akureyrar sem stóðu að hátíðarhöldum þar í bæ, voru gestir til fyrirmyndar um helgina. Níutíu og níu prósent af gestum skemmtu sér með sóma. Auðvitað leynast svartir sauðir alls staðar en að mínu mati var þetta vel heppnað í alla staði. Í kringum 18.000 manns lögðu leið sína norður um helgina. Lokahátíðin á sunnudagskvöldinu var vel heppnuð en þar sungu Hreimur í Landi og sonum og Vignir í Írafári og stjórnuðu heimamenn miklum brekkusöng á íþróttavellinum við góðar undirtektir. Flugeldasýning var svo haldin undir lokin sem hnýtti slaufu á helgina. Í Vestmannaeyjum setti veðrið strik í reikninginn á Þjóðhátíðarhöldum en Páll Scheving, mótshaldari í Eyjum, var ánægður með hátíðina í ár. Auðvitað er erfitt þegar mikil bleyta er í dalnum en ég er ánægður með hversu lítið fólk lét það á sig fá. Hér skemmtu sér allir með bros á vör í rigningunni, segir Páll og bætir því við að íþróttahúsið hafi verið opið alla helgina og gat því fólk sem missti tjöldin sín í rokinu gist þar. Aldursforsetar hátíðarinnar Bubbi Morthens og Árni Johnsen voru hápunkturinn á hátíðinni og segir Páll að hann hafi sjaldan séð fleiri í Herjólfsdal og á sunnudagskvöldinu þegar þeir tróðu upp fyrir 9.000 manns. Fyrir austan var hátíðin Neistaflug haldin í Neskaupstað. Þar var veðrið gott og segir Þorvaldur Einarson, umsjónarmaður hátíðarinnar, að um 5.000 manns hafi sótt hátíðina í ár og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Mótshaldarar einbeittu sér að því að hafa hátíðina fjölskylduvæna og var dagskráin eftir því. Páll Óskar var með ball fyrir unglingana og var stemningin þar alveg frábær. Svo voru alls konar skemmtiatriði fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina svo sem Bárður og Birta úr Stundinni okkar og leikritið Ávaxtakarfan var sýnt við góðar undirtektir, segir Þorvaldur. Einar Bárðarson hélt að þessu sinni vímulausahátíð eins og venja er í Galtalæk um helgina. Hátíðin gekk meiriháttar vel og mikið var um barnafólk á svæðinu enda reyndum við að stíla inn á þann hóp. Um 5.000 manns sóttu hátíðina og voru öllum viðburðunum vel tekið af gestum. Stúlknasveitin Nylon, sem er að gera það gott í Bretlandi, hélt tónleika og Stuðmenn sungu við mikla gleði gesta. Hápunkturinn var þegar Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldson innanborðs stigu á stokk og þeir sýndu að þeir hafa engu gleymt, segir Einar, ánægður með hátíðarhöld helgarinnar. Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
verslunarmannahelgin Að sögn Braga Bergmann, talsmanns Vina Akureyrar sem stóðu að hátíðarhöldum þar í bæ, voru gestir til fyrirmyndar um helgina. Níutíu og níu prósent af gestum skemmtu sér með sóma. Auðvitað leynast svartir sauðir alls staðar en að mínu mati var þetta vel heppnað í alla staði. Í kringum 18.000 manns lögðu leið sína norður um helgina. Lokahátíðin á sunnudagskvöldinu var vel heppnuð en þar sungu Hreimur í Landi og sonum og Vignir í Írafári og stjórnuðu heimamenn miklum brekkusöng á íþróttavellinum við góðar undirtektir. Flugeldasýning var svo haldin undir lokin sem hnýtti slaufu á helgina. Í Vestmannaeyjum setti veðrið strik í reikninginn á Þjóðhátíðarhöldum en Páll Scheving, mótshaldari í Eyjum, var ánægður með hátíðina í ár. Auðvitað er erfitt þegar mikil bleyta er í dalnum en ég er ánægður með hversu lítið fólk lét það á sig fá. Hér skemmtu sér allir með bros á vör í rigningunni, segir Páll og bætir því við að íþróttahúsið hafi verið opið alla helgina og gat því fólk sem missti tjöldin sín í rokinu gist þar. Aldursforsetar hátíðarinnar Bubbi Morthens og Árni Johnsen voru hápunkturinn á hátíðinni og segir Páll að hann hafi sjaldan séð fleiri í Herjólfsdal og á sunnudagskvöldinu þegar þeir tróðu upp fyrir 9.000 manns. Fyrir austan var hátíðin Neistaflug haldin í Neskaupstað. Þar var veðrið gott og segir Þorvaldur Einarson, umsjónarmaður hátíðarinnar, að um 5.000 manns hafi sótt hátíðina í ár og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Mótshaldarar einbeittu sér að því að hafa hátíðina fjölskylduvæna og var dagskráin eftir því. Páll Óskar var með ball fyrir unglingana og var stemningin þar alveg frábær. Svo voru alls konar skemmtiatriði fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina svo sem Bárður og Birta úr Stundinni okkar og leikritið Ávaxtakarfan var sýnt við góðar undirtektir, segir Þorvaldur. Einar Bárðarson hélt að þessu sinni vímulausahátíð eins og venja er í Galtalæk um helgina. Hátíðin gekk meiriháttar vel og mikið var um barnafólk á svæðinu enda reyndum við að stíla inn á þann hóp. Um 5.000 manns sóttu hátíðina og voru öllum viðburðunum vel tekið af gestum. Stúlknasveitin Nylon, sem er að gera það gott í Bretlandi, hélt tónleika og Stuðmenn sungu við mikla gleði gesta. Hápunkturinn var þegar Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldson innanborðs stigu á stokk og þeir sýndu að þeir hafa engu gleymt, segir Einar, ánægður með hátíðarhöld helgarinnar.
Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira