Erna B. Sigurðardóttir: skoraði þrennu og lagði eitt upp í stórsigri breiðabliks í gær 9. ágúst 2006 11:00 "Við hefðum vel getað unnið þennan leik stærra, við klúðruðum fullt af færum," sagði Erna B. Sigurðardóttir eftir að kvennalið Breiðabliks vann 4-0 sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1° Dezembro í undankeppni Evrópumóts félagsliða kvenna í gær. "Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn, þær eru fljótar og teknískar en áttu ekki möguleika gegn okkur." Erna átti sannkallaðan stórleik fyrir Breiðablik í gær, skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og lagði það fjórða síðan upp fyrir Elínu Önnu Steinarsdóttur, sem innsiglaði sigur Blikastúlkna eftir að hafa komið inn sem varamaður. Allt liðið stóð sig mjög vel að sögn Ernu en það fer vel um Blikastúlkur í Austurríki þar sem riðillinn þeirra er spilaður. "Við erum staðráðnar í því að ná að vinna þennan riðil. Það er mikil stemning í hópnum og allar aðstæður hérna eru mjög góðar. Hótelið sem við gistum á er mjög fínt og við getum ekki kvartað yfir neinu," sagði Erna en næsti leikur liðsins er gegn austurríska liðinu SV Neulengach á fimmtudag. "Sigurinn gegn portúgalska liðinu gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir leikinn á fimmtudag." Síðasti leikur Breiðabliks í riðlinum er síðan gegn Newtownabbey Strikers frá Norður-Írlandi á sunnudag. Alls er leikið í níu riðlum þar sem sigurvegarar hvers riðils fara áfram í aðra umferð sem fer fram dagana 12.-17. september. Í annarri umferð eru riðlarnir fjórir og komast tvö efstu lið úr hverjum riðli í fjórðungsúrslit. Þegar hefur verið dregið í þá riðla og er ljóst að ef Breiðablik sigrar í Austurríki þá leikur liðið m.a. gegn meisturum Frankfurt. Neulengagh vann sinn leik í gær örugglega, með fimm mörkum gegn einu. Íþróttir Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira
"Við hefðum vel getað unnið þennan leik stærra, við klúðruðum fullt af færum," sagði Erna B. Sigurðardóttir eftir að kvennalið Breiðabliks vann 4-0 sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1° Dezembro í undankeppni Evrópumóts félagsliða kvenna í gær. "Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn, þær eru fljótar og teknískar en áttu ekki möguleika gegn okkur." Erna átti sannkallaðan stórleik fyrir Breiðablik í gær, skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og lagði það fjórða síðan upp fyrir Elínu Önnu Steinarsdóttur, sem innsiglaði sigur Blikastúlkna eftir að hafa komið inn sem varamaður. Allt liðið stóð sig mjög vel að sögn Ernu en það fer vel um Blikastúlkur í Austurríki þar sem riðillinn þeirra er spilaður. "Við erum staðráðnar í því að ná að vinna þennan riðil. Það er mikil stemning í hópnum og allar aðstæður hérna eru mjög góðar. Hótelið sem við gistum á er mjög fínt og við getum ekki kvartað yfir neinu," sagði Erna en næsti leikur liðsins er gegn austurríska liðinu SV Neulengach á fimmtudag. "Sigurinn gegn portúgalska liðinu gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir leikinn á fimmtudag." Síðasti leikur Breiðabliks í riðlinum er síðan gegn Newtownabbey Strikers frá Norður-Írlandi á sunnudag. Alls er leikið í níu riðlum þar sem sigurvegarar hvers riðils fara áfram í aðra umferð sem fer fram dagana 12.-17. september. Í annarri umferð eru riðlarnir fjórir og komast tvö efstu lið úr hverjum riðli í fjórðungsúrslit. Þegar hefur verið dregið í þá riðla og er ljóst að ef Breiðablik sigrar í Austurríki þá leikur liðið m.a. gegn meisturum Frankfurt. Neulengagh vann sinn leik í gær örugglega, með fimm mörkum gegn einu.
Íþróttir Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira