Maður er dæmdur af mörkunum 11. ágúst 2006 09:00 Blaðamannafundur KR leikmenn knattspyrna "Ég get ekki neitað því að tilfinningin var ansi ljúf að sjá boltann loksins í netinu. Það er að sjálfsögðu mikill léttir að ná að skora eftir svona mikla markaþurrð. Þetta var farið að leggjast rosalega þungt á mann en vonandi liggur leiðin bara upp á við núna," sagði sóknarmaðurinn Grétar Hjartarson hjá KR en hann skoraði loksins á miðvikudagskvöldið en fyrir það mark hafði hann ekki skorað síðan 6. júní eða í rúma tvo mánuði. Grétar jafnaði metinn fyrir KR í 1-1 gegn Keflavík í Landsbankadeildinni en úrslitin urðu 2-2 eftir að KR-ingar höfðu náð forystunni. "Mér fannst þetta ágætis leikur og á heildina litið voru þetta sanngjörn úrslit. Það var samt ansi súrt að ná ekki sigri fyrst við vorum með forystuna þegar það var svona lítið eftir af leiknum," sagði Grétar, sem er þekktur markaskorari. Hann var til dæmis markakóngur með Grindavík í efstu deild árið 2002. Þrátt fyrir að Grétar hafi þjáðst af markaþurrð á þessu tímabili hefur Teitur Þórðarson, þjálfari KR, sýnt honum traust enda hefur Grétar verið að spila vel og náð vel saman með Björgólfi Takefusa í sókninni. "Þetta er nokkuð furðulegt, því að mér finnst þetta hafa verið eitt af mínum betri tímabilum. Mér finnst ég hafa verið að spila bara mjög vel í sumar fyrir utan markaskorun, en maður er víst dæmdur af mörkunum. Ég og Björgólfur erum að ná vel saman í fremstu víglínu og mér finnst eins og ég hafi verið að spila með honum í mörg ár." Fyrir markið á miðvikudag hafði Grétar misnotað ótrúlegustu færi, sem er ekki venja að sjá frá honum. Eftirminnilegt er til dæmis færið í leik gegn Íslandsmeisturum FH. "Maður hugsaði mikið um þetta, margir voru að hringja í mig til að hughreysta og svona. Á endanum náði ég svo að ýta þessu frá mér," sagði Grétar Hjartarson, sem skorað hefur þrjú mörk í Landsbankadeildinni í sumar. Íþróttir Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Sjá meira
"Ég get ekki neitað því að tilfinningin var ansi ljúf að sjá boltann loksins í netinu. Það er að sjálfsögðu mikill léttir að ná að skora eftir svona mikla markaþurrð. Þetta var farið að leggjast rosalega þungt á mann en vonandi liggur leiðin bara upp á við núna," sagði sóknarmaðurinn Grétar Hjartarson hjá KR en hann skoraði loksins á miðvikudagskvöldið en fyrir það mark hafði hann ekki skorað síðan 6. júní eða í rúma tvo mánuði. Grétar jafnaði metinn fyrir KR í 1-1 gegn Keflavík í Landsbankadeildinni en úrslitin urðu 2-2 eftir að KR-ingar höfðu náð forystunni. "Mér fannst þetta ágætis leikur og á heildina litið voru þetta sanngjörn úrslit. Það var samt ansi súrt að ná ekki sigri fyrst við vorum með forystuna þegar það var svona lítið eftir af leiknum," sagði Grétar, sem er þekktur markaskorari. Hann var til dæmis markakóngur með Grindavík í efstu deild árið 2002. Þrátt fyrir að Grétar hafi þjáðst af markaþurrð á þessu tímabili hefur Teitur Þórðarson, þjálfari KR, sýnt honum traust enda hefur Grétar verið að spila vel og náð vel saman með Björgólfi Takefusa í sókninni. "Þetta er nokkuð furðulegt, því að mér finnst þetta hafa verið eitt af mínum betri tímabilum. Mér finnst ég hafa verið að spila bara mjög vel í sumar fyrir utan markaskorun, en maður er víst dæmdur af mörkunum. Ég og Björgólfur erum að ná vel saman í fremstu víglínu og mér finnst eins og ég hafi verið að spila með honum í mörg ár." Fyrir markið á miðvikudag hafði Grétar misnotað ótrúlegustu færi, sem er ekki venja að sjá frá honum. Eftirminnilegt er til dæmis færið í leik gegn Íslandsmeisturum FH. "Maður hugsaði mikið um þetta, margir voru að hringja í mig til að hughreysta og svona. Á endanum náði ég svo að ýta þessu frá mér," sagði Grétar Hjartarson, sem skorað hefur þrjú mörk í Landsbankadeildinni í sumar.
Íþróttir Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Sjá meira