Erfið staða Skagamanna 11. ágúst 2006 10:00 Skagamenn eiga fyrir höndum nokkuð erfiðan lífróður í Landsbankadeild karla eftir að hafa uppskorið aðeins eitt stig gegn viðureign sinni gegn Val í gær. Úrslit annarra leikja voru þeim þar að auki ekki í hag. Matthías Guðmundsson kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin í þeim síðari og þar við sat. Rok og rigning tók á móti áhorfendum og leikmönnum á Akranesvelli í gær og voru aðstæður fyrir skemmtilegan knattspyrnuleik ekkert sérlega lofandi. En úr varð hin mesta skemmtun enda Skagamenn ólmir í að laga stöðu sína í deildinni og koma sér frá fallsvæðinu. Valsmenn skoruðu fyrst er þeir hreinsuðu eftir horn og sendu langa sendingu fram á Matthías Guðmundsson, sem stakk varnarmenn ÍA af og skoraði örugglega framhjá Bjarka Frey Guðmundssyni. Skagamenn létu dómgæsluna fara mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleik og uppskáru fyrir vikið tvö gul spjöld. Erlendur Eiríksson var líka duglegur að dæma á brotin og dæmdi alls 21 aukaspyrnu í fyrri hálfleik, sem þykir í meira lagi. Á 54. mínútu dró aftur til tíðinda. Bjarki Gunnlaugsson átti eitraða sendingu inn á Bjarna Guðjónsson, sem hristi af sér einn varnarmann Vals og skoraði með föstu skoti innan teigs. Bjarni lék á miðju ÍA í gær í fjarveru Igor Pesic sem var í banni og skilaði það þessum árangri. Skagamenn urðu öllu fjörlegri eftir markið en Valsmenn létu ekki sitt eftir liggja. Bæði lið gerðust mjög sókndjörf eftir markið og áttu nokkrar efnilegar sóknir án þess þó að takast að tryggja sínum liði sigur í leiknum. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn þar sem Skagamönnum tókst að rétta úr kútnum eftir heldur slakan fyrri hálfleik. Þeir máttu reyndar prísa sig sæla að hafa ekki fengið á sig annað mark undir lok leiksins þegar Valsmenn sóttu stíft. Grétu Skagamenn sjálfsagt að fá ekki öll þrjú stigin í leiknum þar sem staða liðsins er orðin ansi erfið eftir úrslit gærkvöldsins. Íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Skagamenn eiga fyrir höndum nokkuð erfiðan lífróður í Landsbankadeild karla eftir að hafa uppskorið aðeins eitt stig gegn viðureign sinni gegn Val í gær. Úrslit annarra leikja voru þeim þar að auki ekki í hag. Matthías Guðmundsson kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin í þeim síðari og þar við sat. Rok og rigning tók á móti áhorfendum og leikmönnum á Akranesvelli í gær og voru aðstæður fyrir skemmtilegan knattspyrnuleik ekkert sérlega lofandi. En úr varð hin mesta skemmtun enda Skagamenn ólmir í að laga stöðu sína í deildinni og koma sér frá fallsvæðinu. Valsmenn skoruðu fyrst er þeir hreinsuðu eftir horn og sendu langa sendingu fram á Matthías Guðmundsson, sem stakk varnarmenn ÍA af og skoraði örugglega framhjá Bjarka Frey Guðmundssyni. Skagamenn létu dómgæsluna fara mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleik og uppskáru fyrir vikið tvö gul spjöld. Erlendur Eiríksson var líka duglegur að dæma á brotin og dæmdi alls 21 aukaspyrnu í fyrri hálfleik, sem þykir í meira lagi. Á 54. mínútu dró aftur til tíðinda. Bjarki Gunnlaugsson átti eitraða sendingu inn á Bjarna Guðjónsson, sem hristi af sér einn varnarmann Vals og skoraði með föstu skoti innan teigs. Bjarni lék á miðju ÍA í gær í fjarveru Igor Pesic sem var í banni og skilaði það þessum árangri. Skagamenn urðu öllu fjörlegri eftir markið en Valsmenn létu ekki sitt eftir liggja. Bæði lið gerðust mjög sókndjörf eftir markið og áttu nokkrar efnilegar sóknir án þess þó að takast að tryggja sínum liði sigur í leiknum. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn þar sem Skagamönnum tókst að rétta úr kútnum eftir heldur slakan fyrri hálfleik. Þeir máttu reyndar prísa sig sæla að hafa ekki fengið á sig annað mark undir lok leiksins þegar Valsmenn sóttu stíft. Grétu Skagamenn sjálfsagt að fá ekki öll þrjú stigin í leiknum þar sem staða liðsins er orðin ansi erfið eftir úrslit gærkvöldsins.
Íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira