Blikastúlkur í banastuði í Austurríki 14. ágúst 2006 11:30 Kvennalið Breiðabliks lék í gær sinn síðasta leik í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða en hann var gegn meisturunum frá Norður-Írlandi, Newtownabbey. Blikastelpur áttu ekki í erfiðleikum í þeim leik og unnu sannfærandi 7-0 sigur. Þrír leikmenn skoruðu tvö mörk í þeim leik en það voru Fanndís Friðriksdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði hitt markið en það var beint úr aukaspyrnu og var stórglæsilegt. Blikastelpurnar fóru rólega inní leikinn en það var mjög sólríkt og heitt meðan á leik stóð. Þrátt fyrir það réðu þær gangi leiksins frá byrjun. Riðillinn var spilaður í Austurríki en Breiðablik vann hann á stórglæsilegan hátt. Liðið skoraði fjórtán mörk í þremur leikjum og hélt Þóra B. Helgadóttir markinu hreinu í öllum leikjunum. Breiðablik hefur nú tryggt sér sæti í milliriðli keppninnar en leikið verður í honum 12. - 19. september og mun liðið meðal annars mæta Evrópumeisturum Frankfurt. Breiðablik byrjaði keppnina á að vinna fjögurra marka sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1°Dezembro og þar á eftir vann það heimastúlkur í Neulengbach 3-0. Markahæsti leikmaður Breiðabliks í riðlinum í Austurríki var Erna Björk Sigurðardóttir en hún skoraði sex af mörkunum fjórtán. Það er þó ljóst að baráttan verður hörð þegar kemur að milliriðlinum og spennandi að sjá hvort Blikastúlkur nái að fylgja eftir árangrinum í Austurríki og komast í átta liða úrslit keppninnar. Auk Frankfurt og Breiðabliks verða í milliriðlinum finnsku meistararnir í HJK og Vitebsk sem eru meistarar í Hvíta-Rússlandi. Það kemur talsvert á óvart að Vitebsk skuli hafa náð að slá út ítölsku meistarana en þetta er frumraun liðsins í Evrópukeppninni. Íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks lék í gær sinn síðasta leik í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða en hann var gegn meisturunum frá Norður-Írlandi, Newtownabbey. Blikastelpur áttu ekki í erfiðleikum í þeim leik og unnu sannfærandi 7-0 sigur. Þrír leikmenn skoruðu tvö mörk í þeim leik en það voru Fanndís Friðriksdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði hitt markið en það var beint úr aukaspyrnu og var stórglæsilegt. Blikastelpurnar fóru rólega inní leikinn en það var mjög sólríkt og heitt meðan á leik stóð. Þrátt fyrir það réðu þær gangi leiksins frá byrjun. Riðillinn var spilaður í Austurríki en Breiðablik vann hann á stórglæsilegan hátt. Liðið skoraði fjórtán mörk í þremur leikjum og hélt Þóra B. Helgadóttir markinu hreinu í öllum leikjunum. Breiðablik hefur nú tryggt sér sæti í milliriðli keppninnar en leikið verður í honum 12. - 19. september og mun liðið meðal annars mæta Evrópumeisturum Frankfurt. Breiðablik byrjaði keppnina á að vinna fjögurra marka sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1°Dezembro og þar á eftir vann það heimastúlkur í Neulengbach 3-0. Markahæsti leikmaður Breiðabliks í riðlinum í Austurríki var Erna Björk Sigurðardóttir en hún skoraði sex af mörkunum fjórtán. Það er þó ljóst að baráttan verður hörð þegar kemur að milliriðlinum og spennandi að sjá hvort Blikastúlkur nái að fylgja eftir árangrinum í Austurríki og komast í átta liða úrslit keppninnar. Auk Frankfurt og Breiðabliks verða í milliriðlinum finnsku meistararnir í HJK og Vitebsk sem eru meistarar í Hvíta-Rússlandi. Það kemur talsvert á óvart að Vitebsk skuli hafa náð að slá út ítölsku meistarana en þetta er frumraun liðsins í Evrópukeppninni.
Íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira