HK-ingar komnir í lykilstöðu í 1. deildinni 14. ágúst 2006 00:01 harka Leikmenn Víkings Ólafsvík létu finna fyrir sér í gær og náðu mikilvægum stigum í baráttunni fyrir lífi sínu í 1. deildinni. MYND/Anton HK vann góðan útisigur á KA í 1. deild karla í gær 2-0 fyrir norðan og er liðið komið í ansi góða stöðu í deildinni þar sem Víkingur Ólafsvík vann Þrótt í Laugardalnum í dramatískum leik. Fjórar umferðir eru eftir og eru HK-ingar í öðru sæti en fjögur stig eru niður í þriðja sætið þar sem Fjölnir og Þróttur sitja. Framarar eru langefstir í deildinni en tvö efstu liðin spila í Landsbankadeildinni á næsta ári. Ólafur Júlíusson kom HK yfir í gær með marki úr vítaspyrnu og nokkrum mínútum síðar bætti Jón Þorgrímur Stefánsson við marki. Á sama tíma vann Víkingur Ólafsvík mikilvægan 2-1 sigur á Þrótti en sigurmarkið skoraði Tryggvi Hafsteinsson þegar fjórar mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Halldór Hilmisson hafði komið Þrótti yfir á fyrstu mínútu leiksins en Slavisa Mitic jafnaði. "Þetta er mjög súrt, við fengum nóg af færum til að vera búnir að gera út um þetta. Marga lykilmenn vantar vegna meiðsla og leikbanna og við virðumst bara ekki hafa burði að leysa þetta án þeirra. Þá voru menn að fá spjöld í þessum leik og verða í banni í næsta leik gegn Fram svo horfurnar eru ekki bjartar. HK-ingar eru komnir í fín mál og þetta er í þeirra höndum," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Þróttar, eftir leikinn. Með sigrinum í gær opnaði Víkingar botnbaráttuna upp á gátt en þetta var aðeins annar sigur þeirra í sumar. Liðið er enn í neðsta sætinu en það er nú komið með ellefu stig sem er aðeins einu stigi minna en Þór Akureyri og Haukar hafa. Aðeins eitt lið fellur úr deildinni í ár þar sem það á að fjölga fyrir næsta sumar. Íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Sjá meira
HK vann góðan útisigur á KA í 1. deild karla í gær 2-0 fyrir norðan og er liðið komið í ansi góða stöðu í deildinni þar sem Víkingur Ólafsvík vann Þrótt í Laugardalnum í dramatískum leik. Fjórar umferðir eru eftir og eru HK-ingar í öðru sæti en fjögur stig eru niður í þriðja sætið þar sem Fjölnir og Þróttur sitja. Framarar eru langefstir í deildinni en tvö efstu liðin spila í Landsbankadeildinni á næsta ári. Ólafur Júlíusson kom HK yfir í gær með marki úr vítaspyrnu og nokkrum mínútum síðar bætti Jón Þorgrímur Stefánsson við marki. Á sama tíma vann Víkingur Ólafsvík mikilvægan 2-1 sigur á Þrótti en sigurmarkið skoraði Tryggvi Hafsteinsson þegar fjórar mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Halldór Hilmisson hafði komið Þrótti yfir á fyrstu mínútu leiksins en Slavisa Mitic jafnaði. "Þetta er mjög súrt, við fengum nóg af færum til að vera búnir að gera út um þetta. Marga lykilmenn vantar vegna meiðsla og leikbanna og við virðumst bara ekki hafa burði að leysa þetta án þeirra. Þá voru menn að fá spjöld í þessum leik og verða í banni í næsta leik gegn Fram svo horfurnar eru ekki bjartar. HK-ingar eru komnir í fín mál og þetta er í þeirra höndum," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Þróttar, eftir leikinn. Með sigrinum í gær opnaði Víkingar botnbaráttuna upp á gátt en þetta var aðeins annar sigur þeirra í sumar. Liðið er enn í neðsta sætinu en það er nú komið með ellefu stig sem er aðeins einu stigi minna en Þór Akureyri og Haukar hafa. Aðeins eitt lið fellur úr deildinni í ár þar sem það á að fjölga fyrir næsta sumar.
Íþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Sjá meira