Danir veðja á sterkari krónu og mjúka lendingu 6. september 2006 00:01 íslenskar krónur Dönum gefst nú kostur á að fjárfesta í íslenskum krónusjóðum. Ávöxtunin veltur á því hvort lending íslensks efnahagslífs verði á endanum mjúk, segir í auglýsingu. MYND/GVA Viðskiptavinir danska fjárfestingafélagsins Garanti Invest geta nú fjárfest í sérstökum krónusjóði hjá félaginu. Fjárfestingin er til þrjátíu mánaða og er ávöxtunin beintengd gengi íslensku krónunnar. Garanti Invest ábyrgist þó að ekki verði tap á fjárfestingunni nema sem nemur mun á kaup- og sölugengi krónu. Í sérstökum auglýsingabæklingi frá Garanti Invest segir að íslenska krónan hafi rýrnað um fjórðung á fyrri helmingi ársins. Síðan hafi krónan styrkst gagnvart dönsku krónunni og fastlega megi búast við að sú þróun haldi áfram. Því er jafnvel haldið fram að krónan eigi eftir að styrkjast um fjórðung frá núvirði. Fram kemur að sviðsljósið hafi í auknum mæli beinst að íslensku efnahagslífi undanfarin tíu ár, enda megi segja að efnahagslegt kraftaverk hafi orðið í landinu; landsframleiðsla hafi aukist um fimmtíu prósent og þjóðin sem áður reiddi sig á fiskveiðar sé nú ekki síður þekkt fyrir öflugt fjármálakerfi. Í bæklingnum segir að vissulega sé ekki um fundið fé að ræða. Stóra spurningin sé sú hvort lending íslensks efnahagslífs verði mjúk. Verði sú raunin megi viðskiptavinir Garanti Invest eiga von á góðri ávöxtun. Ásgeir Jónsson, sérfræðingur KB banka, segir ansi bratt að ætla að krónan styrkist um tuttugu og fimm prósent næstu misserin. Ef ég ætti aldraða frænku í Danmörku myndi ég alls ekki ráðleggja henni að fjárfesta í krónusjóðum. Hitt er annað mál að krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill og því nær öruggt að menn hagnist á endanum séu þeir nægilega þolinmóðir til að halda stöðu sinni, sérstaklega í ljósi viðvarandi vaxtamunar milli Íslands og umheimsins. Ásgeir segist eiga von á því að krónan verði áfram viðkvæm fram á næsta ár. Krónan mun líklega halda áfram að skoppa til og frá og verður áfram veik fyrir neikvæðum fréttum af íslensku efnahagslífi. Greining Glitnis hefur spáð því að meðalgengi krónuvísitölunnar verði 130 á næsta ári og krónan eigi því eftir að veikjast um tæp sex prósent. Sérfræðingar Landsbankans telja að krónan eigi nokkuð inni og spá því að hún styrkist. Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Viðskiptavinir danska fjárfestingafélagsins Garanti Invest geta nú fjárfest í sérstökum krónusjóði hjá félaginu. Fjárfestingin er til þrjátíu mánaða og er ávöxtunin beintengd gengi íslensku krónunnar. Garanti Invest ábyrgist þó að ekki verði tap á fjárfestingunni nema sem nemur mun á kaup- og sölugengi krónu. Í sérstökum auglýsingabæklingi frá Garanti Invest segir að íslenska krónan hafi rýrnað um fjórðung á fyrri helmingi ársins. Síðan hafi krónan styrkst gagnvart dönsku krónunni og fastlega megi búast við að sú þróun haldi áfram. Því er jafnvel haldið fram að krónan eigi eftir að styrkjast um fjórðung frá núvirði. Fram kemur að sviðsljósið hafi í auknum mæli beinst að íslensku efnahagslífi undanfarin tíu ár, enda megi segja að efnahagslegt kraftaverk hafi orðið í landinu; landsframleiðsla hafi aukist um fimmtíu prósent og þjóðin sem áður reiddi sig á fiskveiðar sé nú ekki síður þekkt fyrir öflugt fjármálakerfi. Í bæklingnum segir að vissulega sé ekki um fundið fé að ræða. Stóra spurningin sé sú hvort lending íslensks efnahagslífs verði mjúk. Verði sú raunin megi viðskiptavinir Garanti Invest eiga von á góðri ávöxtun. Ásgeir Jónsson, sérfræðingur KB banka, segir ansi bratt að ætla að krónan styrkist um tuttugu og fimm prósent næstu misserin. Ef ég ætti aldraða frænku í Danmörku myndi ég alls ekki ráðleggja henni að fjárfesta í krónusjóðum. Hitt er annað mál að krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill og því nær öruggt að menn hagnist á endanum séu þeir nægilega þolinmóðir til að halda stöðu sinni, sérstaklega í ljósi viðvarandi vaxtamunar milli Íslands og umheimsins. Ásgeir segist eiga von á því að krónan verði áfram viðkvæm fram á næsta ár. Krónan mun líklega halda áfram að skoppa til og frá og verður áfram veik fyrir neikvæðum fréttum af íslensku efnahagslífi. Greining Glitnis hefur spáð því að meðalgengi krónuvísitölunnar verði 130 á næsta ári og krónan eigi því eftir að veikjast um tæp sex prósent. Sérfræðingar Landsbankans telja að krónan eigi nokkuð inni og spá því að hún styrkist.
Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira