Neyddi kvalara sinn til að halda upp á jól 7. september 2006 07:30 Blöðin seld í Vínarborg Myndir af Natöschu Kampusch prýddu forsíður blaðanna tveggja í gær, þar sem birt voru fyrstu viðtölin við hana. MYND/AP Austurríki „Ég hugsaði stöðugt um að flýja,“ sagði Natascha Kampusch, hin átján ára gamla austurríska stúlka sem fyrir tveimur vikum flúði frá mannræningja sínum. Hún kom í gær í fyrsta sinn fram opinberlega og tjáði sig um dvölina hjá Wolfgang Priklopil, sem hélt henni í átta ár nauðugri í litlum sérútbúnum klefa undir bílskúrnum heima hjá sér. Eftir að hún slapp út hefur hún dvalist á sjúkrahúsi í Vínarborg þar sem hún segir að sér líði vel, umkringd læknum og sálfræðingum. Það eina sem hrjái hana sé kvef, sem hún var ekki lengi að smitast af eftir að hún slapp úr einangruninni. Hún kom fram í sjónvarpsviðtali, sem austurríska sjónvarpsstöðin ORF sýndi í gærkvöld, og einnig birtust í gær við hana viðtöl í tveimur austurrískum blöðum, vikuritinu News og dagblaðinu Kronen-Zeitung. Hún sagðist ekki vilja tala mikið um ræningja sinn, en viðurkenndi þó að hafa stundum hugsað illa til hans. „Stundum dreymdi mig um að höggva af honum hausinn, ef ég hefði átt öxi.“ Hún segist ekki hafa skipulagt flótta sinn fyrirfram, en frá tólf ára aldri hafi hún stöðugt hugsað um það, hvenær hún yrði tilbúin til þess að flýja. Þegar stundin kom tók hún ákvörðun mjög skyndilega. „Ég vissi á þeirri stund, að ef ég gerði það ekki nú, þá kæmi tækifærið kannski aldrei aftur.“ Daginn sem henni var rænt, 2. mars árið 1998, fór hún ein í skólann og sá á leiðinni grunsamlegan mann sitja í bifreið. Hún segir að það hafi hvarflað að sér að fara yfir götuna,vegna þess að henni leist ekki á manninn, en sagt við sjálfa sig: „Hann bítur þig ekki. Og ég gekk bara áfram. Og hann réðst á mig. Ég reyndi að öskra, en það kom ekkert hljóð.“ Fyrst þegar hún kom í klefann þurfti hún að dúsa þar góða stund í niðamyrkri. „Það var hræðilegt. Ég var að fá innilokunarkennd og sló með vatnsflöskum í veggina eða með hnefunum.“ Fyrsta hálfa árið fékk hún aldrei að fara út úr klefanum, en eftir það mátti hún fara upp á baðherbergi til að þvo sér. „Hann var mjög tortrygginn.“ Hún segist hafa neytt hann til þess að halda upp á jól og páska með sér, og hún fékk að halda upp á afmælið sitt. Seinni árin fékk hún oft að fara út úr húsi í fylgd Priklopils, en hann hafi hótað því að drepa alla sem hún myndi reyna að hafa samband við. „Og ég gat ekki tekið áhættuna á því.“ Í búðum kom stundum afgreiðslufólk til hennar og spurði: Get ég aðstoðað yður? „Og þá stóð ég bara dauðhrædd og lokuð og með hjartslátt og blóðrásartruflanir. Og gat mig varla hreyft.“ Hún var meðal annars spurð að því, hvernig hún hafi lært að lifa með einsemdinni. „Ég var ekkert einmana. Í hjarta mínu var fjölskyldan mín. Og góðar minningar lifðu alltaf með mér.“ Erlent Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Austurríki „Ég hugsaði stöðugt um að flýja,“ sagði Natascha Kampusch, hin átján ára gamla austurríska stúlka sem fyrir tveimur vikum flúði frá mannræningja sínum. Hún kom í gær í fyrsta sinn fram opinberlega og tjáði sig um dvölina hjá Wolfgang Priklopil, sem hélt henni í átta ár nauðugri í litlum sérútbúnum klefa undir bílskúrnum heima hjá sér. Eftir að hún slapp út hefur hún dvalist á sjúkrahúsi í Vínarborg þar sem hún segir að sér líði vel, umkringd læknum og sálfræðingum. Það eina sem hrjái hana sé kvef, sem hún var ekki lengi að smitast af eftir að hún slapp úr einangruninni. Hún kom fram í sjónvarpsviðtali, sem austurríska sjónvarpsstöðin ORF sýndi í gærkvöld, og einnig birtust í gær við hana viðtöl í tveimur austurrískum blöðum, vikuritinu News og dagblaðinu Kronen-Zeitung. Hún sagðist ekki vilja tala mikið um ræningja sinn, en viðurkenndi þó að hafa stundum hugsað illa til hans. „Stundum dreymdi mig um að höggva af honum hausinn, ef ég hefði átt öxi.“ Hún segist ekki hafa skipulagt flótta sinn fyrirfram, en frá tólf ára aldri hafi hún stöðugt hugsað um það, hvenær hún yrði tilbúin til þess að flýja. Þegar stundin kom tók hún ákvörðun mjög skyndilega. „Ég vissi á þeirri stund, að ef ég gerði það ekki nú, þá kæmi tækifærið kannski aldrei aftur.“ Daginn sem henni var rænt, 2. mars árið 1998, fór hún ein í skólann og sá á leiðinni grunsamlegan mann sitja í bifreið. Hún segir að það hafi hvarflað að sér að fara yfir götuna,vegna þess að henni leist ekki á manninn, en sagt við sjálfa sig: „Hann bítur þig ekki. Og ég gekk bara áfram. Og hann réðst á mig. Ég reyndi að öskra, en það kom ekkert hljóð.“ Fyrst þegar hún kom í klefann þurfti hún að dúsa þar góða stund í niðamyrkri. „Það var hræðilegt. Ég var að fá innilokunarkennd og sló með vatnsflöskum í veggina eða með hnefunum.“ Fyrsta hálfa árið fékk hún aldrei að fara út úr klefanum, en eftir það mátti hún fara upp á baðherbergi til að þvo sér. „Hann var mjög tortrygginn.“ Hún segist hafa neytt hann til þess að halda upp á jól og páska með sér, og hún fékk að halda upp á afmælið sitt. Seinni árin fékk hún oft að fara út úr húsi í fylgd Priklopils, en hann hafi hótað því að drepa alla sem hún myndi reyna að hafa samband við. „Og ég gat ekki tekið áhættuna á því.“ Í búðum kom stundum afgreiðslufólk til hennar og spurði: Get ég aðstoðað yður? „Og þá stóð ég bara dauðhrædd og lokuð og með hjartslátt og blóðrásartruflanir. Og gat mig varla hreyft.“ Hún var meðal annars spurð að því, hvernig hún hafi lært að lifa með einsemdinni. „Ég var ekkert einmana. Í hjarta mínu var fjölskyldan mín. Og góðar minningar lifðu alltaf með mér.“
Erlent Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira