Annar hver Svíi býst við sigri borgaralegra 9. september 2006 02:30 Lars Leijonborg formaður Þjóðarflokksins bað þjóðina afsökunar á tölvunjósnahneykslinu. Annar hver kjósandi í Svíþjóð býst við kosningasigri borgaralegu flokkanna í þingkosningunum 17. september, að því er fram kemur í nýbirtri könnun viðhorfsrannsóknastofnunarinnar Skop. Könnunin var að vísu gerð áður en það komst í hámæli að starfsmenn Þjóðarflokksins, eins af flokkunum fjórum í kosningabandalagi borgaraflokkanna, hefðu gerst sekir um að brjótast inn á innri vef Jafnaðarmannaflokksins, en þessi niðurstaða er enn ein vísbendingin um að sænskir kjósendur séu farnir að stilla sig inn á að gefa jafnaðarmönnum frí frá stjórnartaumunum, sem þeir hafa haldið um í sextíu af síðustu sjötíu árum. Samkvæmt könnuninni, sem vitnað er til á fréttavef Dagens Nyheter, trúa 49 prósent aðspurðra á sigur borgaraflokkanna, en 45 prósent að vinstriflokkarnir hafi betur. Hin sex prósentin tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Aldrei hafa fleiri verið á kjörskrá í þingkosningum í landinu, 6.834.169 manns. Reinfeldt og Persson Frá sjónvarpskappræðum keppinautanna um forsætisráðherrastólinn á miðvikudagskvöld. Samkvæmt mælingum á viðbrögðum áhorfenda þykir Reinfeldt hafa staðið sig betur. nordicphotos/afp Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokksins, var í yfirheyrslu í beinni útsendingu sænska ríkissjónvarpsins á fimmtudagskvöld. Þar bað hann sænsku þjóðina afsökunar á tölvunjósnahneykslinu, en biðlaði til kjósenda að missa ekki traustið á sér og flokki sínum. Samkvæmt könnunum fjölmiðla á viðbrögðum áhorfenda þótti Leijonborg komast vel frá yfirheyrslunni. Rétt rúm vika er til kosninga og binda Þjóðarflokksmenn vonir við að á endasprettinum falli þetta leiðindamál aftur í skuggann af eiginlegu kosningamálunum. Og á þeim vígstöðvum virðast jafnaðarmenn eftir sem áður í vörn. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni borgaraflokkanna, þykir samkvæmt mælingum fjölmiðla á viðbrögðum fólks hafa staðið sig mun betur en Persson í sjónvarpskappræðum síðustu vikna. Síðast þegar þeir hittust í sjónvarpi, á TV4-stöðinni síðastliðið miðvikudagskvöld, voru atvinnumál og fleiri höfuðmálefni kosningabaráttunnar í brennidepli. Persson lýsti þar jafnaðarmönnum sem varðhundum velferðarkerfisins en Reinfeldt boðaði nýja atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar undir sinni forystu. Meginkosningaloforð borgaralegu flokkanna er að draga úr atvinnuleysi og að lækka skatta. Þeir Reinfeldt og Persson reyna aftur með sér í sjónvarpskappræðum í ríkissjónvarpinu SVT á sunnudagskvöld en í gær mættust þeir í útvarpinu. Lokakappræðurnar fara fram á föstudagskvöldið. Erlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Annar hver kjósandi í Svíþjóð býst við kosningasigri borgaralegu flokkanna í þingkosningunum 17. september, að því er fram kemur í nýbirtri könnun viðhorfsrannsóknastofnunarinnar Skop. Könnunin var að vísu gerð áður en það komst í hámæli að starfsmenn Þjóðarflokksins, eins af flokkunum fjórum í kosningabandalagi borgaraflokkanna, hefðu gerst sekir um að brjótast inn á innri vef Jafnaðarmannaflokksins, en þessi niðurstaða er enn ein vísbendingin um að sænskir kjósendur séu farnir að stilla sig inn á að gefa jafnaðarmönnum frí frá stjórnartaumunum, sem þeir hafa haldið um í sextíu af síðustu sjötíu árum. Samkvæmt könnuninni, sem vitnað er til á fréttavef Dagens Nyheter, trúa 49 prósent aðspurðra á sigur borgaraflokkanna, en 45 prósent að vinstriflokkarnir hafi betur. Hin sex prósentin tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Aldrei hafa fleiri verið á kjörskrá í þingkosningum í landinu, 6.834.169 manns. Reinfeldt og Persson Frá sjónvarpskappræðum keppinautanna um forsætisráðherrastólinn á miðvikudagskvöld. Samkvæmt mælingum á viðbrögðum áhorfenda þykir Reinfeldt hafa staðið sig betur. nordicphotos/afp Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokksins, var í yfirheyrslu í beinni útsendingu sænska ríkissjónvarpsins á fimmtudagskvöld. Þar bað hann sænsku þjóðina afsökunar á tölvunjósnahneykslinu, en biðlaði til kjósenda að missa ekki traustið á sér og flokki sínum. Samkvæmt könnunum fjölmiðla á viðbrögðum áhorfenda þótti Leijonborg komast vel frá yfirheyrslunni. Rétt rúm vika er til kosninga og binda Þjóðarflokksmenn vonir við að á endasprettinum falli þetta leiðindamál aftur í skuggann af eiginlegu kosningamálunum. Og á þeim vígstöðvum virðast jafnaðarmenn eftir sem áður í vörn. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni borgaraflokkanna, þykir samkvæmt mælingum fjölmiðla á viðbrögðum fólks hafa staðið sig mun betur en Persson í sjónvarpskappræðum síðustu vikna. Síðast þegar þeir hittust í sjónvarpi, á TV4-stöðinni síðastliðið miðvikudagskvöld, voru atvinnumál og fleiri höfuðmálefni kosningabaráttunnar í brennidepli. Persson lýsti þar jafnaðarmönnum sem varðhundum velferðarkerfisins en Reinfeldt boðaði nýja atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar undir sinni forystu. Meginkosningaloforð borgaralegu flokkanna er að draga úr atvinnuleysi og að lækka skatta. Þeir Reinfeldt og Persson reyna aftur með sér í sjónvarpskappræðum í ríkissjónvarpinu SVT á sunnudagskvöld en í gær mættust þeir í útvarpinu. Lokakappræðurnar fara fram á föstudagskvöldið.
Erlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira