Alþjóðabankinn horfir til barnanna 18. september 2006 00:01 Við sendiráð Singapúr Íbúar í Indónesíu efndu til mótmæla gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir framan sendiráð Singapúr í Jakarta í Indónesíu í síðustu viku. Markaðurinn/AP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórnvöld víða um heim, þó helst í Afríku, Miðausturlöndum og í S-Ameríku, verða að auka fjárframlag til fyrstu skólastiga. Gerist það ekki eru horfurnar dökkar. Þetta kemur í fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans, sem kom út í síðustu viku. Í skýrslunni segir enn fremur að fólk á aldrinum 12 til 24 ára sé 1,3 milljarðar talsins en af þeim er talið að 130 milljónir séu hvorki læs né skrifandi. Francois Bourguignon, aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, sagði á sameiginlegum ársfundi bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í Singapúr á dögunum, að ríkisstjórnir flestra landa verði að sjá tækifærin sem felist yngstu kynslóðinni og bætti við að auðvelt væri að kenna börnum fremur en þeim sem eldri væru. "Ef okkur mistekst [að mennnta börnin] þá missum við tækifærið úr höndunum og fáum það ekki aftur," sagði hann. Menntun barna er eins og gefur að skilja mismunandi eftir löndum. Í skýrslunni kemur fram að barnavinna er algeng á Indlandi og að fá þeirra barna ljúka grunnskóla. Í Indónesíu ljúka 80 prósent barna grunnskólanámi en mun færri fara í framhaldsskóla. Þá er menntun stúlkna í mörgum tilfellum ábótavant og er nauðsynlegt að bæta úr því, að mati Alþjóðabankans. Viðskipti Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórnvöld víða um heim, þó helst í Afríku, Miðausturlöndum og í S-Ameríku, verða að auka fjárframlag til fyrstu skólastiga. Gerist það ekki eru horfurnar dökkar. Þetta kemur í fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans, sem kom út í síðustu viku. Í skýrslunni segir enn fremur að fólk á aldrinum 12 til 24 ára sé 1,3 milljarðar talsins en af þeim er talið að 130 milljónir séu hvorki læs né skrifandi. Francois Bourguignon, aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, sagði á sameiginlegum ársfundi bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í Singapúr á dögunum, að ríkisstjórnir flestra landa verði að sjá tækifærin sem felist yngstu kynslóðinni og bætti við að auðvelt væri að kenna börnum fremur en þeim sem eldri væru. "Ef okkur mistekst [að mennnta börnin] þá missum við tækifærið úr höndunum og fáum það ekki aftur," sagði hann. Menntun barna er eins og gefur að skilja mismunandi eftir löndum. Í skýrslunni kemur fram að barnavinna er algeng á Indlandi og að fá þeirra barna ljúka grunnskóla. Í Indónesíu ljúka 80 prósent barna grunnskólanámi en mun færri fara í framhaldsskóla. Þá er menntun stúlkna í mörgum tilfellum ábótavant og er nauðsynlegt að bæta úr því, að mati Alþjóðabankans.
Viðskipti Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira