Bandaríska geimskutlan Atlantis lenti í gærmorgun á flugvelli Kennedy-geimferðastofnunarinnar í Flórída, eftir tólf daga veru í geimnum. Áhöfn var við góða heilsu og skælbrosandi, enda fegnir að komast heim heilir á húfi. Þeir voru sendir út í geim til að vinna við byggingu ISS, Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, í fyrsta sinn síðan Columbia geimskutlan sprakk í loft upp í geimnum árið 2003 og allir sjö í áhöfninni fórust.
Stefnt er á að ljúka við byggingu ISS-geimstöðvarinnar fyrir árið 2010. Stöðin er samstarfsverkefni Bandaríkjamanna, Rússa, Kanadamanna og Japana.