Kakkalakkafaraldurshætta 23. september 2006 08:30 Pöddur í húsnæði varnarliðsins Skorkvikindi ná að grassera í fyrrum húsnæði Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ef ný stjórn svæðisins grípur ekki til viðeigandi ráðstafana. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri hjá bænum, hefur áhyggjur af því að kakkalakkar og rottur geti til dæmis borist með skólpinu inn í bæinn. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áhyggjur af því að skorkvikindi nái að blómstra í húsnæði hersins á Keflavíkurflugvelli ef vallarsvæðið er látið eftirlitslaust lengi og meindýraeyðingu lítið sinnt. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að þetta sé stórmál. „Skorkvikindi mega ekki „grassera“ þarna eftirlitslaust. Það þurfa að koma til einhverjar aðgerðir þannig að þau breiðist ekki út,“ segir Viðar Már og telur alls kyns pöddur, kakkalakka og rottur munu lifa góðu lífi ef svæðið verði lengi „eftirlitslítið draugabæli“. Eitt ár er langur tími og á þeim tíma telur Viðar Már að kakkalakkar og önnur óværa kunni að breiðast út til Keflavíkur, til dæmis með holræsum. „Við tökum við öllu skólpi í hreinsistöðinni þannig að þetta er allt tengt hingað niður í bæinn,“ segir hann. Kakkalakkar og önnur skorkvikindi hafa lengi verið viðloðandi húsnæði Bandaríkjahers og hafa Bandaríkjamennirnir séð um þau mál sjálfir. Viðar Már segir að nú þurfi ný stjórn svæðisins að sjá til þess að svæðið fái vöktun þannig að það lendi ekki í eyði. „Vonandi kemur þetta meindýramál til skoðunar hjá nýrri stjórn.“ Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Meindýraeyðingar Suðurnesja, segir að mýs hafi alltaf verið á varnarsvæðinu og rottur í einhverjum mæli. Verra sé með kakkalakkana. „Ég myndi hafa áhyggjur af kakkalökkunum. Ef það er ekki eitrað í þessum húsum þegar herinn hættir með sína eitrun fjölgar þessum kvikindum óáreitt. Það er alveg ljóst og þarf engan sérfræðing til að sjá það,“ segir hann. Ólafur hefur áhyggjur af því að kakkalakkarnir geti borist með fólki sem ber með sér egg og skordýr út af svæðinu. „Það þarf að eitra reglulega. Eitrið er virkt í nokkra mánuði og það þarf að eitra þangað til þetta er upprætt,“ segir hann og telur kostnaðinn aðeins nema fáeinum milljónum á ári þar til vandinn sé upprættur, svo framarlega sem engir nýir kakkalakkar berist inn á svæðið. Ólafur segir að Íslendingar hafi ekkert þol gagnvart kakkalökkum og eitri alltaf strax. Kakkalakkar hafi því aldrei náð fótfestu nema á varnarsvæðinu. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áhyggjur af því að skorkvikindi nái að blómstra í húsnæði hersins á Keflavíkurflugvelli ef vallarsvæðið er látið eftirlitslaust lengi og meindýraeyðingu lítið sinnt. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að þetta sé stórmál. „Skorkvikindi mega ekki „grassera“ þarna eftirlitslaust. Það þurfa að koma til einhverjar aðgerðir þannig að þau breiðist ekki út,“ segir Viðar Már og telur alls kyns pöddur, kakkalakka og rottur munu lifa góðu lífi ef svæðið verði lengi „eftirlitslítið draugabæli“. Eitt ár er langur tími og á þeim tíma telur Viðar Már að kakkalakkar og önnur óværa kunni að breiðast út til Keflavíkur, til dæmis með holræsum. „Við tökum við öllu skólpi í hreinsistöðinni þannig að þetta er allt tengt hingað niður í bæinn,“ segir hann. Kakkalakkar og önnur skorkvikindi hafa lengi verið viðloðandi húsnæði Bandaríkjahers og hafa Bandaríkjamennirnir séð um þau mál sjálfir. Viðar Már segir að nú þurfi ný stjórn svæðisins að sjá til þess að svæðið fái vöktun þannig að það lendi ekki í eyði. „Vonandi kemur þetta meindýramál til skoðunar hjá nýrri stjórn.“ Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Meindýraeyðingar Suðurnesja, segir að mýs hafi alltaf verið á varnarsvæðinu og rottur í einhverjum mæli. Verra sé með kakkalakkana. „Ég myndi hafa áhyggjur af kakkalökkunum. Ef það er ekki eitrað í þessum húsum þegar herinn hættir með sína eitrun fjölgar þessum kvikindum óáreitt. Það er alveg ljóst og þarf engan sérfræðing til að sjá það,“ segir hann. Ólafur hefur áhyggjur af því að kakkalakkarnir geti borist með fólki sem ber með sér egg og skordýr út af svæðinu. „Það þarf að eitra reglulega. Eitrið er virkt í nokkra mánuði og það þarf að eitra þangað til þetta er upprætt,“ segir hann og telur kostnaðinn aðeins nema fáeinum milljónum á ári þar til vandinn sé upprættur, svo framarlega sem engir nýir kakkalakkar berist inn á svæðið. Ólafur segir að Íslendingar hafi ekkert þol gagnvart kakkalökkum og eitri alltaf strax. Kakkalakkar hafi því aldrei náð fótfestu nema á varnarsvæðinu.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Sjá meira