Skiptast á að taka sér frí 23. september 2006 08:15 styttri dagur vegna manneklu Elmar Sölvi og Alvin Smári ásamt foreldrum sínum Steinunni og Steinari. Foreldrarnir hafa báðir þurft að taka sér frí frá vinnu vegna skertrar vistunar strákanna á leikskóla. Steinunn Grétarsdóttir og Steinar Geir Agnarsson eiga tvo stráka á leikskóla sem búið hafa við skerta vistun vegna manneklu undanfarnar vikur. Elmar Sölvi, sextán mánaða er á Vinagerði og Alvin Smári, fjögurra ára er á Kvistaborg en á þessum leikskólum hafa börn búið við skerta vistun vegna manneklu undanfarnar vikur. Steinunn segir að síðustu tvær vikurnar hafi hún þurft að sækja báða drengina áður en hefðbundnum skóladegi lauk en leikskólarnir hafa tekið tillit til þeirra og reynt að samræma skerðinguna eftir megni. Steinunn segir þessa skertu viðveru drengjanna hafa orðið til þess að báðir foreldrar hafi þurft að taka sér frí frá vinnu. Nú í vikunni gerðist eldri sonur okkar yngsti starfsmaður Glitnis þegar hann fór með föður sínum í vinnuna, segir Steinunn en bætir við að yfirmenn þeirra hafi sýnt ástandinu skilning. Steinunn segir ábyrgð á ástandinu liggja hjá ráðamönnum og segir það staðreynd að fjöldi menntaðra leikskólakennara ráði sig í önnur störf þar sem launin séu betri. Ég veit að háskólamenntaður starfsmaður á frístundaheimili sem ber enga ábyrgð fær hærri laun en menntaður deildarstjóri á leikskóla. Steinunn veit til þess að sautján ára starfsmaður hafi verið ráðinn á annan leikskólann sem vistar börn hennar. Mér finnst skjóta skökku við að tala um að gera leikskólann að fyrsta skólastigi á sama tíma og ekki náist að ráða fullorðið fólk til starfa. Steinunn tekur fram að þetta sé ekki áfellisdómur yfir stafsmanninum sem slíkum heldur lýsi þessi staða því hversu alvarlegt ástandið sé. Ég furða mig einnig á því hversu lítið hefur heyrst í formanni leikskólaráðs og hvað stjórnvöld hafa lítið aðhafst til að leysa þennan vanda. Steinunn er í foreldrafélagi Kvistaborgar og segir skerta vistun hafa áhrif á margar fjölskyldur og að foreldrar hafi ýmist þurft að taka sér frí eða fá unglinga eða ömmur til að passa. Helga Hallgrímsdóttir leikskólastjóri á Kvistaborg segir leikskólann verða fullmannaðan frá næstu mánaðamótum og að enginn verði sendur heim í næstu viku. Helga segir einnig að ekki hafi náðst að ráða faglærða starfsmenn í þau störf sem laus voru. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Steinunn Grétarsdóttir og Steinar Geir Agnarsson eiga tvo stráka á leikskóla sem búið hafa við skerta vistun vegna manneklu undanfarnar vikur. Elmar Sölvi, sextán mánaða er á Vinagerði og Alvin Smári, fjögurra ára er á Kvistaborg en á þessum leikskólum hafa börn búið við skerta vistun vegna manneklu undanfarnar vikur. Steinunn segir að síðustu tvær vikurnar hafi hún þurft að sækja báða drengina áður en hefðbundnum skóladegi lauk en leikskólarnir hafa tekið tillit til þeirra og reynt að samræma skerðinguna eftir megni. Steinunn segir þessa skertu viðveru drengjanna hafa orðið til þess að báðir foreldrar hafi þurft að taka sér frí frá vinnu. Nú í vikunni gerðist eldri sonur okkar yngsti starfsmaður Glitnis þegar hann fór með föður sínum í vinnuna, segir Steinunn en bætir við að yfirmenn þeirra hafi sýnt ástandinu skilning. Steinunn segir ábyrgð á ástandinu liggja hjá ráðamönnum og segir það staðreynd að fjöldi menntaðra leikskólakennara ráði sig í önnur störf þar sem launin séu betri. Ég veit að háskólamenntaður starfsmaður á frístundaheimili sem ber enga ábyrgð fær hærri laun en menntaður deildarstjóri á leikskóla. Steinunn veit til þess að sautján ára starfsmaður hafi verið ráðinn á annan leikskólann sem vistar börn hennar. Mér finnst skjóta skökku við að tala um að gera leikskólann að fyrsta skólastigi á sama tíma og ekki náist að ráða fullorðið fólk til starfa. Steinunn tekur fram að þetta sé ekki áfellisdómur yfir stafsmanninum sem slíkum heldur lýsi þessi staða því hversu alvarlegt ástandið sé. Ég furða mig einnig á því hversu lítið hefur heyrst í formanni leikskólaráðs og hvað stjórnvöld hafa lítið aðhafst til að leysa þennan vanda. Steinunn er í foreldrafélagi Kvistaborgar og segir skerta vistun hafa áhrif á margar fjölskyldur og að foreldrar hafi ýmist þurft að taka sér frí eða fá unglinga eða ömmur til að passa. Helga Hallgrímsdóttir leikskólastjóri á Kvistaborg segir leikskólann verða fullmannaðan frá næstu mánaðamótum og að enginn verði sendur heim í næstu viku. Helga segir einnig að ekki hafi náðst að ráða faglærða starfsmenn í þau störf sem laus voru.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent