Áhugi Kínverja á Íslandi mikill 23. september 2006 07:00 ÞETTA LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA KÍNVERSKT... Varð Chen Zhili, varaforsætisráðherra Kína, að orði þegar hún skoðaði listgripi á þjóðminjasafninu ásamt fylgdarliði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undirritunina var Chen Zhili, varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerður Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Samkomulagið felur í sér að yfirvöld beggja ríkja ætla í samstarf um að gagnkvæm viðurkenning verði á námi og prófgráðum. Hvatt verði til þess að háskólar landanna efni til samstarfs um nemendaskipti og sameiginlegar prófgráður og að stuðlað verði að bættri aðstöðu til rannsókna og náms á kínversku og íslensku í löndunum tveimur. Líklegt þykir að þetta verði til þess að Kínverjar komi á fót hérlendis svokallaðri Konfúsíus-menningarstofnun eins og gert hefur verið víða um heim. Chen Zhili er ein af valdamestu konum Kína og segir Þorgerður Katrín áhuga Kínverja á samskiptum við Íslendinga afar mikinn, sérstaklega á sviði mennta, menningar og vísinda. „Við verðum að fara af ábyrgð og metnaði inn í þetta samstarf því það getur leitt til stórra og mikilla hluta, til að mynda á sviði umhverfisverndar. Þeir eru að leita til okkar vegna jarðvarmans hér á landi, þekkingar okkar og vísindafólks til þess að geta nýtt sér það heima fyrir. Það ætti að geta leitt mjög jákvæða hluti af sér á sviði umhverfismála,“ segir Þorgerður og bendir á að Íslendingar geti verið stoltir yfir þeim áhuga sem Kínverjar sýni landi og þjóð. Ástæða sé til að fara í þetta samstarf af áhuga og metnaði. Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undirritunina var Chen Zhili, varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerður Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Samkomulagið felur í sér að yfirvöld beggja ríkja ætla í samstarf um að gagnkvæm viðurkenning verði á námi og prófgráðum. Hvatt verði til þess að háskólar landanna efni til samstarfs um nemendaskipti og sameiginlegar prófgráður og að stuðlað verði að bættri aðstöðu til rannsókna og náms á kínversku og íslensku í löndunum tveimur. Líklegt þykir að þetta verði til þess að Kínverjar komi á fót hérlendis svokallaðri Konfúsíus-menningarstofnun eins og gert hefur verið víða um heim. Chen Zhili er ein af valdamestu konum Kína og segir Þorgerður Katrín áhuga Kínverja á samskiptum við Íslendinga afar mikinn, sérstaklega á sviði mennta, menningar og vísinda. „Við verðum að fara af ábyrgð og metnaði inn í þetta samstarf því það getur leitt til stórra og mikilla hluta, til að mynda á sviði umhverfisverndar. Þeir eru að leita til okkar vegna jarðvarmans hér á landi, þekkingar okkar og vísindafólks til þess að geta nýtt sér það heima fyrir. Það ætti að geta leitt mjög jákvæða hluti af sér á sviði umhverfismála,“ segir Þorgerður og bendir á að Íslendingar geti verið stoltir yfir þeim áhuga sem Kínverjar sýni landi og þjóð. Ástæða sé til að fara í þetta samstarf af áhuga og metnaði.
Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira