Íslendingum gefin tæki til njósna allt kalda stríðið 23. september 2006 07:45 Myndavélar með sérstökum linsum, hlustunartæki af ýmsum stærðum og gerðum og nætursjónaukar voru meðal þess sem yfirvöldum barst að gjöf frá bandamönnum Íslands á tímum kalda stríðsins. Fyrsta tækjagjöfin kom frá bandarísku alríkislögreglunni árið 1950 og bárust slíkar gjafir allt til loka kalda stríðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðiprófessors í tímaritinu Þjóðmálum. Í greininni fjallar Þór um aðgerðir yfirvalda til að stemma stigu við þeim ógnum sem þau töldu sig standa frammi fyrir lungann úr síðustu öld. Árið 1939 var útlendingaeftirliti lögreglunnar í Reykjavík falið að sinna sérstakri eftirgrennslan, eins og það er orðað. Tæpum áratug síðar var Árni Sigurjónsson ráðinn til lögreglunnar til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum og stóð Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra á bak við ráðninguna. Tveimur árum síðar, þegar Bjarni var jafnframt utanríkisráðherra, féll hann frá fyrri hugmyndum um að stofna vopnað öryggis- eða varðlið en taldi brýnt að efla það starf sem Árni hafði sinnt. Var sett á stofn „strangleynileg“ öryggisþjónustudeild innan lögreglunnar og starfaði hún í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Í greininni er birt efni minnisblaðs Árna frá 1950, sem Þór telur líklegt að hafi verið ætlað lögreglustjóra og dómsmálaráðherra. Í því segir að vinna beri að öflun „upplýsinga um grunsamlega menn og hjá fyrirtækjum ríkis og bæjar, öðrum fyrirtækjum þjóðfélagslega mikilvægum svo og fyrirtækjum, sem nota má til framdráttar flokksstarfsemi kommúnista í landinu eða sem tengilið við erlenda skoðanabræður þeirra.“ Höfuðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík voru fluttar í nýbyggingu við Hverfisgötu árið 1973 og fékk öryggisþjónustan herbergi á þriðju hæð. Fimm höfðu lyklavöld að herberginu en í því voru gögn deildarinnar varðveitt auk þess sem þar var hlerunarbúnaður. Lögreglan hafði komið sér upp skjalasafni um kommúnista en 1976 taldi Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri rétt að farga mestum hluta þess. Voru gögnin brennd við sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Myndavélar með sérstökum linsum, hlustunartæki af ýmsum stærðum og gerðum og nætursjónaukar voru meðal þess sem yfirvöldum barst að gjöf frá bandamönnum Íslands á tímum kalda stríðsins. Fyrsta tækjagjöfin kom frá bandarísku alríkislögreglunni árið 1950 og bárust slíkar gjafir allt til loka kalda stríðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðiprófessors í tímaritinu Þjóðmálum. Í greininni fjallar Þór um aðgerðir yfirvalda til að stemma stigu við þeim ógnum sem þau töldu sig standa frammi fyrir lungann úr síðustu öld. Árið 1939 var útlendingaeftirliti lögreglunnar í Reykjavík falið að sinna sérstakri eftirgrennslan, eins og það er orðað. Tæpum áratug síðar var Árni Sigurjónsson ráðinn til lögreglunnar til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum og stóð Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra á bak við ráðninguna. Tveimur árum síðar, þegar Bjarni var jafnframt utanríkisráðherra, féll hann frá fyrri hugmyndum um að stofna vopnað öryggis- eða varðlið en taldi brýnt að efla það starf sem Árni hafði sinnt. Var sett á stofn „strangleynileg“ öryggisþjónustudeild innan lögreglunnar og starfaði hún í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Í greininni er birt efni minnisblaðs Árna frá 1950, sem Þór telur líklegt að hafi verið ætlað lögreglustjóra og dómsmálaráðherra. Í því segir að vinna beri að öflun „upplýsinga um grunsamlega menn og hjá fyrirtækjum ríkis og bæjar, öðrum fyrirtækjum þjóðfélagslega mikilvægum svo og fyrirtækjum, sem nota má til framdráttar flokksstarfsemi kommúnista í landinu eða sem tengilið við erlenda skoðanabræður þeirra.“ Höfuðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík voru fluttar í nýbyggingu við Hverfisgötu árið 1973 og fékk öryggisþjónustan herbergi á þriðju hæð. Fimm höfðu lyklavöld að herberginu en í því voru gögn deildarinnar varðveitt auk þess sem þar var hlerunarbúnaður. Lögreglan hafði komið sér upp skjalasafni um kommúnista en 1976 taldi Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri rétt að farga mestum hluta þess. Voru gögnin brennd við sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent