Evrópa hefur góða forystu 24. september 2006 06:30 Gleðin skein af þeim Jose-Maria Olazabal og Sergio Garcia í gær. Lið Evrópu er að vinna Ryder -keppnina með tíu vinningum gegn sex hjá bandaríska liðinu fyrir lokadaginn á K-Klub sem er í dag. Illa gekk hjá bandaríska liðinu í gær og voru það þeir Tiger Woods og Jim Furyk sem lönduðu eina sigri þess í fjórmenningnum eftir hádegi þegar þeir unnu hina írsku Paidraig Harrington og Paul McGinley. Spánverjinn José Maria Olazabal jafnaði í gær met Ian Woosnam í fjórleik. Þeir tveir hafa náð flestum stigum í fjórleik fyrir Evrópuliðið í 79 ára sögu keppninnar. Olazábal lék með Sergio Garcia í gær og unnu þeir þá Chris DiMarco og Phil Mickelson. Paul Casey og David Howell sigruðu í gær þá Stewart Cink og Zach Johnson en Casey fór holu í höggi á fjórtándu brautinni. Síðast fór maður holu í höggi í Ryder-keppninni árið 1995. Cink og Johnson léku illa í gær. „Þetta er ótrúleg tilfinning, í fyrsta sinn sem ég fer holu í höggi á atvinnumannamóti,“ sagði Englendingurinn Paul Casey eftir að hafa farið holu í höggi en hann er aðeins fimmti kylfingurinn sem afrekar það á Ryder-keppni. Það er allt útlit fyrir að Evrópa muni vinna þriðja sigur sinn í röð í Ryder-keppninni. Sergio Garcia hefur leikið frábærlega á mótinu og unnið alla fjóra leiki sína til þessa. „Það skiptir miklu máli að hafa góða spilara með sér og ég hef verið heppinn með það. Ég og Luke Donald náðum til dæmis frábærlega saman. Það sem skiptir samt mestu máli er að tryggja Evrópu sigur og það drífur mann áfram,“ sagði Garcia í gær. Golf Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Lið Evrópu er að vinna Ryder -keppnina með tíu vinningum gegn sex hjá bandaríska liðinu fyrir lokadaginn á K-Klub sem er í dag. Illa gekk hjá bandaríska liðinu í gær og voru það þeir Tiger Woods og Jim Furyk sem lönduðu eina sigri þess í fjórmenningnum eftir hádegi þegar þeir unnu hina írsku Paidraig Harrington og Paul McGinley. Spánverjinn José Maria Olazabal jafnaði í gær met Ian Woosnam í fjórleik. Þeir tveir hafa náð flestum stigum í fjórleik fyrir Evrópuliðið í 79 ára sögu keppninnar. Olazábal lék með Sergio Garcia í gær og unnu þeir þá Chris DiMarco og Phil Mickelson. Paul Casey og David Howell sigruðu í gær þá Stewart Cink og Zach Johnson en Casey fór holu í höggi á fjórtándu brautinni. Síðast fór maður holu í höggi í Ryder-keppninni árið 1995. Cink og Johnson léku illa í gær. „Þetta er ótrúleg tilfinning, í fyrsta sinn sem ég fer holu í höggi á atvinnumannamóti,“ sagði Englendingurinn Paul Casey eftir að hafa farið holu í höggi en hann er aðeins fimmti kylfingurinn sem afrekar það á Ryder-keppni. Það er allt útlit fyrir að Evrópa muni vinna þriðja sigur sinn í röð í Ryder-keppninni. Sergio Garcia hefur leikið frábærlega á mótinu og unnið alla fjóra leiki sína til þessa. „Það skiptir miklu máli að hafa góða spilara með sér og ég hef verið heppinn með það. Ég og Luke Donald náðum til dæmis frábærlega saman. Það sem skiptir samt mestu máli er að tryggja Evrópu sigur og það drífur mann áfram,“ sagði Garcia í gær.
Golf Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira