Sagður ómótstæðilegur og víkingalegur bláskjár 24. september 2006 06:30 Björgólfur Þór Björgólfsson. Stór blá augu, ómótstæðilegt bros og víkingalegt atgervi gera Björgólf kynþokkafyllstan auðjöfra í flokkun fjármálatímaritsins Financial Times. Björgólfur Thor Björgólfsson er kynþokkafyllsti auðjöfur heims, að því er kemur fram í upptalningu viðskiptablaðsins Financial Times á kostum ríkustu manna heimsins. Í umsögn blaðsins segir að þessi ríkasti milljarðamæringur Íslands og 350. ríkasti maður heims hafi stór blá augu og bros sem slái vopn úr höndum fólks. Þá sé víkingalegt atgervi hans bæði geðfellt og mikilfenglegt. Velgengni Björgólfs er sögð hafa leitt til orðaleikja um víkingauppruna hans og að sjálfsögðu auki hún á kyntöfra hans. Auðjöfrarnir á lista Financial Times eru settir í ýmsa óhefðbundna flokka. Þar á meðal er kanadíski raftækjamógúllinn Robert Miller, sem þykir líklegastur auðjöfra til að verða ódauðlegur. Miller er sagður nógu ríkur til að geta lagt fé í ólíklegan og hugsanlega vonlausan málstað. Er vísað í orðróm um að Miller hyggist láta frysta sig eftir dauða sinn svo hægt verði að endurlífga hann í framtíðinni. Philip Knight, Bandaríkjamaðurinn á bak við sportvörurisann Nike, fær þann vafasama titil að vera verst klæddi auðjöfurinn. Hann er talinn vel að titlinum kominn þar sem hann klæðist iðulega kúrekahatti, krumpuðum fötum og skordýralegum sólgleraugum. Frjóasti milljarðamæringurinn er hinn 94 ára gamli Saleh Bin Abdul Aziz Al Rajhi, bankaeigandi og athafnamaður frá Sádi-Arabíu. Enginn milljarðamæringur á lista fjármálatímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk í heimi á jafn mörg börn og Al-Rajhi, sem á sextíu börn og sjö eiginkonur. Þar sem hann er 84. ríkasti maður í heimi á hann þó ekki í vandræðum með að sjá barnahersingunni farborða. Mestur viðsnúningur hefur orðið á högum J.K. Rowling, að mati Financial Times, en hana þekkja margir sem höfund bókanna um Harry Potter. Fyrstu bókina skrifaði Rowling á notaða ritvél og lifði á meðan á bótum sem einstæð móðir. Ári síðar seldi hún handritið og í kjölfarið varð hún fyrsta manneskjan til að verða milljarðamæringur á því að skrifa bækur. Fárið í kringum bækurnar hefur náð farsakenndum hæðum í ár, að því er kemur fram í umsögn tímaritsins, eftir að smástirni var nefnt eftir Rowling. Einnig var beinagrind risaeðlu nefnd Dracorex hogwartsia, sem er tilvísun í bækurnar. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er kynþokkafyllsti auðjöfur heims, að því er kemur fram í upptalningu viðskiptablaðsins Financial Times á kostum ríkustu manna heimsins. Í umsögn blaðsins segir að þessi ríkasti milljarðamæringur Íslands og 350. ríkasti maður heims hafi stór blá augu og bros sem slái vopn úr höndum fólks. Þá sé víkingalegt atgervi hans bæði geðfellt og mikilfenglegt. Velgengni Björgólfs er sögð hafa leitt til orðaleikja um víkingauppruna hans og að sjálfsögðu auki hún á kyntöfra hans. Auðjöfrarnir á lista Financial Times eru settir í ýmsa óhefðbundna flokka. Þar á meðal er kanadíski raftækjamógúllinn Robert Miller, sem þykir líklegastur auðjöfra til að verða ódauðlegur. Miller er sagður nógu ríkur til að geta lagt fé í ólíklegan og hugsanlega vonlausan málstað. Er vísað í orðróm um að Miller hyggist láta frysta sig eftir dauða sinn svo hægt verði að endurlífga hann í framtíðinni. Philip Knight, Bandaríkjamaðurinn á bak við sportvörurisann Nike, fær þann vafasama titil að vera verst klæddi auðjöfurinn. Hann er talinn vel að titlinum kominn þar sem hann klæðist iðulega kúrekahatti, krumpuðum fötum og skordýralegum sólgleraugum. Frjóasti milljarðamæringurinn er hinn 94 ára gamli Saleh Bin Abdul Aziz Al Rajhi, bankaeigandi og athafnamaður frá Sádi-Arabíu. Enginn milljarðamæringur á lista fjármálatímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk í heimi á jafn mörg börn og Al-Rajhi, sem á sextíu börn og sjö eiginkonur. Þar sem hann er 84. ríkasti maður í heimi á hann þó ekki í vandræðum með að sjá barnahersingunni farborða. Mestur viðsnúningur hefur orðið á högum J.K. Rowling, að mati Financial Times, en hana þekkja margir sem höfund bókanna um Harry Potter. Fyrstu bókina skrifaði Rowling á notaða ritvél og lifði á meðan á bótum sem einstæð móðir. Ári síðar seldi hún handritið og í kjölfarið varð hún fyrsta manneskjan til að verða milljarðamæringur á því að skrifa bækur. Fárið í kringum bækurnar hefur náð farsakenndum hæðum í ár, að því er kemur fram í umsögn tímaritsins, eftir að smástirni var nefnt eftir Rowling. Einnig var beinagrind risaeðlu nefnd Dracorex hogwartsia, sem er tilvísun í bækurnar.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira