Væri ekki líft í Kópavogi hefði Breiðablik fallið 25. september 2006 11:45 „Þetta var rosalega gaman og mikill léttir að við náðum að halda okkur uppi. Það var búið að vera mikið stress en svo enduðu allir leikir okkur í hag. Fimmta sætið er betra en ég bjóst við fyrir tímabilið,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær. Blikar unnu Keflavík 2-1 á laugardaginn í lokaumferðinni og björguðu sér ekki aðeins frá falli heldur tryggðu þeir sér fimmta sætið. Steinþór var mjög sprækur í leiknum og er hann leikmaður umferðarinnar. Hann fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem Arnar Grétarsson skoraði annað mark Breiðabliks úr. „Það var mikið fagnað eftir leikinn, uppskeruhátíð Breiðabliks var um kvöldið og þar var mikil stemning. Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst við Keflvíkingum sterkari. Í fyrri hálfleik áttu þeir ekki færi og voru ekkert að skapa sér. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem þeir höfðu að engu að keppa,“ sagði Steinþór. Hann er á 21. aldursári og á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hóf sinn feril í Fylki en ungur að árum fór hann í Breiðablik. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í sumar, ég lenti í meiðslum og missti af nokkrum leikjum en fyrir utan það er ég mjög ánægður,“ sagði Steinþór. „Öll lið í deildinni nánast hafa verið að vinna og tapa til skiptis í sumar og það sama á við um okkur. það hefur skort ákveðinn stöðugleika en við höfum verið ótrúlega óheppnir í mörgum af þessum leikjum.“ Steinþór ber Ólafi Kristjánssyni vel söguna en Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannsyni þegar það var í fallsæti. „Óli hefur reynst okkur vel, hann kom með nýjar áherslur inn í þetta og þær hafa virkað. Liðið hefur verið að spila betur eftir að hann kom,“ sagði Steinþór og segist vilja sjá liðið enda ofar á næsta tímabili. „Við verðum að stefna hærra, lenda ofar en í ár. Væri ekki leiðinlegt að ná að blanda sér í einhvern slag ofarlega á töflunni.“ Steinþór er frægur fyrir að taka mjög löng innköst með því að skella sér í flikk-flakk stökk og hefur það vakið mikla athygli. „Þetta byrjaði af viti með U17 landsliðinu. Ég var eitthvað búinn að vera að leika mér að þessu og svo var verið að spyrja hver gæti tekið löng innköst. Þá sagði ég að ég gæti gert þetta og þá fór ég að taka svona innköst í leikjum,“ sagði Steinþór. Það verða tvö Kópavogslið í Landsbankadeildinni næsta sumar og því nóg að gera fyrir Steinþór, sem sér um að slá Kópavogsvöll. HK komst upp úr 1. deildinni fyrir skömmu og neitar Steinþór því ekki að það hefði gert fall úr deildinni enn hræðilegra. „Það hefði ekki verið líft í Kópavogi ef við hefðum fallið. Sú staðreynd að HK var búið að tryggja sér upp var ekki til að minnka baráttuna í okkur. Það er samt gaman að fá þá í deildina, það er alltaf skemmtilegast að spila nágrannaslagi. Það hefur ekki farið framhjá okkur að HK-ingum finnst mjög gaman þegar við töpum og auglýsa það mikið. Ég á marga góða vini í HK en þegar á völlinn er komið þá hverfur vináttan,“ sagði Steinþór. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
„Þetta var rosalega gaman og mikill léttir að við náðum að halda okkur uppi. Það var búið að vera mikið stress en svo enduðu allir leikir okkur í hag. Fimmta sætið er betra en ég bjóst við fyrir tímabilið,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær. Blikar unnu Keflavík 2-1 á laugardaginn í lokaumferðinni og björguðu sér ekki aðeins frá falli heldur tryggðu þeir sér fimmta sætið. Steinþór var mjög sprækur í leiknum og er hann leikmaður umferðarinnar. Hann fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem Arnar Grétarsson skoraði annað mark Breiðabliks úr. „Það var mikið fagnað eftir leikinn, uppskeruhátíð Breiðabliks var um kvöldið og þar var mikil stemning. Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst við Keflvíkingum sterkari. Í fyrri hálfleik áttu þeir ekki færi og voru ekkert að skapa sér. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem þeir höfðu að engu að keppa,“ sagði Steinþór. Hann er á 21. aldursári og á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hóf sinn feril í Fylki en ungur að árum fór hann í Breiðablik. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í sumar, ég lenti í meiðslum og missti af nokkrum leikjum en fyrir utan það er ég mjög ánægður,“ sagði Steinþór. „Öll lið í deildinni nánast hafa verið að vinna og tapa til skiptis í sumar og það sama á við um okkur. það hefur skort ákveðinn stöðugleika en við höfum verið ótrúlega óheppnir í mörgum af þessum leikjum.“ Steinþór ber Ólafi Kristjánssyni vel söguna en Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannsyni þegar það var í fallsæti. „Óli hefur reynst okkur vel, hann kom með nýjar áherslur inn í þetta og þær hafa virkað. Liðið hefur verið að spila betur eftir að hann kom,“ sagði Steinþór og segist vilja sjá liðið enda ofar á næsta tímabili. „Við verðum að stefna hærra, lenda ofar en í ár. Væri ekki leiðinlegt að ná að blanda sér í einhvern slag ofarlega á töflunni.“ Steinþór er frægur fyrir að taka mjög löng innköst með því að skella sér í flikk-flakk stökk og hefur það vakið mikla athygli. „Þetta byrjaði af viti með U17 landsliðinu. Ég var eitthvað búinn að vera að leika mér að þessu og svo var verið að spyrja hver gæti tekið löng innköst. Þá sagði ég að ég gæti gert þetta og þá fór ég að taka svona innköst í leikjum,“ sagði Steinþór. Það verða tvö Kópavogslið í Landsbankadeildinni næsta sumar og því nóg að gera fyrir Steinþór, sem sér um að slá Kópavogsvöll. HK komst upp úr 1. deildinni fyrir skömmu og neitar Steinþór því ekki að það hefði gert fall úr deildinni enn hræðilegra. „Það hefði ekki verið líft í Kópavogi ef við hefðum fallið. Sú staðreynd að HK var búið að tryggja sér upp var ekki til að minnka baráttuna í okkur. Það er samt gaman að fá þá í deildina, það er alltaf skemmtilegast að spila nágrannaslagi. Það hefur ekki farið framhjá okkur að HK-ingum finnst mjög gaman þegar við töpum og auglýsa það mikið. Ég á marga góða vini í HK en þegar á völlinn er komið þá hverfur vináttan,“ sagði Steinþór.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira