Atvinnulausir verði virkir 25. september 2006 01:30 Signý Jóhannsdóttir Í sumar tóku gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar. Breytingarnar eru byggðar á grunni laga frá 1997 um aukið þjónustuhlutverk vinnumiðlunar. Nú er í fyrsta skipti verið að kynna til sögunnar tekjutengdar atvinnuleysisbætur en fram til þessa hafa allir fengið sömu upphæð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkstími á atvinnuleysisbótum styttist úr fimm árum í þrjú. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að með nýju lögunum verði atvinnuleysisbætur tekjutengdar fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Bæturnar geta þó aldrei orðið hærri en 185.400 krónur á mánuði og eftir þriggja mánaða atvinnuleysi fá allir sömu upphæð, 111.015 krónur. Ingvar segir þær breytingar einnig verða að þegar einstaklingur skrái sig atvinnulausan óski hann í leiðinni eftir aðstoð við að finna annað starf. Sá sem skráður er atvinnulaus þarf að vera virkur í atvinnuleit og gera starfsleitaráætlun. Þá er ekki lengur gerð krafa um vikulegar skráningar en viðkomandi verður að vera í sambandi við vinnumiðlun og gera grein fyrir stöðu sinni. Ingvar sverrisson Ingvar segir að með þessum breytingunum sé ætlast til þess að þeir sem sinni hlutverki atvinnuleysisskráningar skuli einnig styðja atvinnulaust fólk í atvinnuleit. Signý Jóhannsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, segir margar ákvarðanir enn á reiki í kringum nýju lögin. Sem dæmi má nefna að enn er ekki búið að skipa úthlutunarnefnd í Reykjavík sem mun þjónusta allt landið en það er ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið. Signý segir mánaðarlegar skráningar í stað vikulegra valda aukinni fjarlægð við þann atvinnulausa. Ég hef gert athugasemdir við þessar breytingar því skjólstæðingar okkar hafa verið ánægðir með að hafa skráningarnar vikulegar því þær séu fastur punktur í tilverunni. Signý segir lögin um vinnumarkaðsaðgerðir til bóta, svo fremi sem nægjanlegir fjármunir komi til að veita atvinnulausum atvinnuráðgjöf. Í tengslum við nýju lögin hefur komið fram sú hugmynd að fólk skrái sig atvinnulaust á netinu en ég held að það geti orðið erfitt fyrir eldra fólk og þá sem ekki hafa nægjanlega tölvukunnáttu. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Í sumar tóku gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar. Breytingarnar eru byggðar á grunni laga frá 1997 um aukið þjónustuhlutverk vinnumiðlunar. Nú er í fyrsta skipti verið að kynna til sögunnar tekjutengdar atvinnuleysisbætur en fram til þessa hafa allir fengið sömu upphæð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkstími á atvinnuleysisbótum styttist úr fimm árum í þrjú. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að með nýju lögunum verði atvinnuleysisbætur tekjutengdar fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Bæturnar geta þó aldrei orðið hærri en 185.400 krónur á mánuði og eftir þriggja mánaða atvinnuleysi fá allir sömu upphæð, 111.015 krónur. Ingvar segir þær breytingar einnig verða að þegar einstaklingur skrái sig atvinnulausan óski hann í leiðinni eftir aðstoð við að finna annað starf. Sá sem skráður er atvinnulaus þarf að vera virkur í atvinnuleit og gera starfsleitaráætlun. Þá er ekki lengur gerð krafa um vikulegar skráningar en viðkomandi verður að vera í sambandi við vinnumiðlun og gera grein fyrir stöðu sinni. Ingvar sverrisson Ingvar segir að með þessum breytingunum sé ætlast til þess að þeir sem sinni hlutverki atvinnuleysisskráningar skuli einnig styðja atvinnulaust fólk í atvinnuleit. Signý Jóhannsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, segir margar ákvarðanir enn á reiki í kringum nýju lögin. Sem dæmi má nefna að enn er ekki búið að skipa úthlutunarnefnd í Reykjavík sem mun þjónusta allt landið en það er ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið. Signý segir mánaðarlegar skráningar í stað vikulegra valda aukinni fjarlægð við þann atvinnulausa. Ég hef gert athugasemdir við þessar breytingar því skjólstæðingar okkar hafa verið ánægðir með að hafa skráningarnar vikulegar því þær séu fastur punktur í tilverunni. Signý segir lögin um vinnumarkaðsaðgerðir til bóta, svo fremi sem nægjanlegir fjármunir komi til að veita atvinnulausum atvinnuráðgjöf. Í tengslum við nýju lögin hefur komið fram sú hugmynd að fólk skrái sig atvinnulaust á netinu en ég held að það geti orðið erfitt fyrir eldra fólk og þá sem ekki hafa nægjanlega tölvukunnáttu.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira