Gangsett með rafmagni frá háhitasvæðum 25. september 2006 05:00 Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður er hættur að fjalla um umhverfismál í fréttum og ætlar að beita sér fyrir því að Kárahnjúkavirkjun verði ekki sett í gang fyrr en eftir sex ár þegar tekst að útvega rafmagn til þess frá háhitasvæðum á Norðausturlandi. Ómar telur að aldrei muni nást þjóðarsátt um eyðileggingu náttúruverðmæta. Fylgjendur álvers sætti sig ekki við að missa það og erfitt sé að sjá möguleika á annarri þjóðarsátt en hvorutveggja, álveri og Hjalladal. Hvað telur Ómar að þurfi til? Hugrekki og vilja, það segir hann að sé allt sem þarf. Kostnaðurinn við frestun myndi nema um fimmtán til tuttugu milljörðum króna á ári og væri hlutfallslega minna átak fyrir þjóðina en vegna Eyjagossins á sínum tíma. Þessi kostnaður væri álíka og þjóðin greiðir beint til landbúnaðar. Hvernig skiptist þessi kostnaður? Ómar telur að fimm til sex milljarðar á ári færu í skaðabætur til Alcoa og þrír milljarðar í kaup til 450 starfsmanna Alcoa. Hvernig er þetta hugsað? Starfsmennirnir myndu stimpla sig inn og út á vinnuskyldum dögum en þyrftu ekki að vinna í álverinu fyrr en það tæki til starfa. Í frítíma sínum gætu þeir fengið sér aukavinnu við uppbyggingu á þjóðgarði norðan Vatnajökuls, svæði heimsminjaskrár UNESCO á virkjunarsvæðinu og tengda ferðaþjónustu á Austurlandi. Myndu íbúarnir skaðast fjárhagslega? Nei. Vegna mætingarskyldu myndi þjónusta ekki skerðast og íbúarnir ekki skaðast fjárhagslega, þvert á móti myndu þeir hagnast með nýjum möguleikum til uppbyggingar í tengslum við þjóðgarð og heimsminjasvæði sem sköpuðust. Líklega yrði að reikna með sjö til átta milljarða aukalegum fjármagnskostnaði. Innlent Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður er hættur að fjalla um umhverfismál í fréttum og ætlar að beita sér fyrir því að Kárahnjúkavirkjun verði ekki sett í gang fyrr en eftir sex ár þegar tekst að útvega rafmagn til þess frá háhitasvæðum á Norðausturlandi. Ómar telur að aldrei muni nást þjóðarsátt um eyðileggingu náttúruverðmæta. Fylgjendur álvers sætti sig ekki við að missa það og erfitt sé að sjá möguleika á annarri þjóðarsátt en hvorutveggja, álveri og Hjalladal. Hvað telur Ómar að þurfi til? Hugrekki og vilja, það segir hann að sé allt sem þarf. Kostnaðurinn við frestun myndi nema um fimmtán til tuttugu milljörðum króna á ári og væri hlutfallslega minna átak fyrir þjóðina en vegna Eyjagossins á sínum tíma. Þessi kostnaður væri álíka og þjóðin greiðir beint til landbúnaðar. Hvernig skiptist þessi kostnaður? Ómar telur að fimm til sex milljarðar á ári færu í skaðabætur til Alcoa og þrír milljarðar í kaup til 450 starfsmanna Alcoa. Hvernig er þetta hugsað? Starfsmennirnir myndu stimpla sig inn og út á vinnuskyldum dögum en þyrftu ekki að vinna í álverinu fyrr en það tæki til starfa. Í frítíma sínum gætu þeir fengið sér aukavinnu við uppbyggingu á þjóðgarði norðan Vatnajökuls, svæði heimsminjaskrár UNESCO á virkjunarsvæðinu og tengda ferðaþjónustu á Austurlandi. Myndu íbúarnir skaðast fjárhagslega? Nei. Vegna mætingarskyldu myndi þjónusta ekki skerðast og íbúarnir ekki skaðast fjárhagslega, þvert á móti myndu þeir hagnast með nýjum möguleikum til uppbyggingar í tengslum við þjóðgarð og heimsminjasvæði sem sköpuðust. Líklega yrði að reikna með sjö til átta milljarða aukalegum fjármagnskostnaði.
Innlent Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira